Úrval - 01.04.1965, Page 123

Úrval - 01.04.1965, Page 123
FJÓRIR GEGN ENGLANDSBANKA 121 jakka og brúnum yfirfrakka, fremur víðum. Ástæðuna fyrir því, að Austin var álitinn meira en áratug eldri en hann var í raun og veru, má ef til vill rekja til þeirraiNstaðreyndar, að hann hafði viljandi reynt að sýnast eldri og þroskaðri en hann var í raun og veru. En önnur atriði persónulýsingarinnar lýsa honum aðeis á mjög óljósan hátt. En fals- anirnar vöktu slikan úlfaþyt meðal almennings, að persónulýsingin gilti að heita mátti einu, þar eð horft var nú á flesta Ameríkumenn í Lundúnum af tortryggni mikilli. Á mánudagskvöldið var þegar búið að yfirheyra Green klæðskera í Savile Row og rekja slóðina til hins uphaflega heimilisfangs Ame- ríkumannsins i 21 Enfield Road i Haggerstone (en þangað hafði hinn nýi klæðnaður Austins verið send- ur). Leynilögreglumennirnir höfðu þegar komizt að því, að auk Noyes höfðu a.m.k. tveir aðrir menn átt aðild að svikum þessum. Og þetta álit þeirra staðfestist, þegar Fran- cis Herold, forstjóri St. James’s Place hótelsins skýrði frá því, að á hótelinu hefði búið Amerikumað- ur, er gekk undir nafninu Macdonn- ell höfuðsmaður og hafði hegðað sér heldur grunsamlega. Annar leyndar- dómsfullur Ameríkumaður hafði heimsótt hann mjög oft. Leynilög- reglumenn flýttu sér til þessa heim- ilisfangs og komust þá að því, að þaðan hafði Macdonnell farið fyrir fullt og allt fyrir aðeins nokkrum timum. Er þeir leituðu vandlega í öskunni i arninum í herbergi hans, fundu þeir samanvöðlaðan þerri- pappír, og á honum tókst þeim loks að lesa einstök orð og orðasambönd, svo sem .... „Samþykktur .... greiðist. . . . Ranki Belgíu og Hol- lands.'... Tíu þúsund...." enn fremur ýmis önnur orð og undir- skriftir, sem bentu óvéfengjanlega til tengsla við víxlafalsanirnar. 500 sterlingspunda verðlaunum var taf- arlaust heitið hverjum þeim, er fyndi George Macdonnell. Þegar Mac yfirgaf St. James’s Place hótelið, flúði hann til her- bergis vinstúlku sinnar, er bjó í Pimlico. Hún hét Daisy Grey og var afgreiðslustúlka við vínskenk- inn í kránni „Tyrkneski divaninn". Hann virðist liafa haft í hyggju að taka hana með sér til Ameríku, því að hann keypti tvo miða með hafskipinu „Perú-maðurinn“, sem sigla skyldi til New York þ. 6. marz .Hann sendi Daisy til Liver- pool og átti hún að bíða hans þar. Á meðan sendi hann tösku á skipaafgreiðsluna með eftirfarandi merki: Geo. Matthews major, c/o Atlantic Express Co., 57 Broadway, NEW YORK Innihald: Notaður fatnaður eig- anda. GEYMIST ÞAR TIL VERÐUR SÓTT. Sendandi: Charles Lossing, Tunbridge Wells, Iíent, ENGLAND Innan í þessum óhreina fatnaði voru geymd bandarísk skuldabréf, sem námu samtals 225.000 dollurum. Mac reyndi að komast á fund ást- meyjar sinnar sem hann hafði mælt sér mót við í Liverpool, en þegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.