Úrval - 01.10.1967, Side 10

Úrval - 01.10.1967, Side 10
8 ÚRVAL björninn Baloo úr Frumskógar- bókum Kiplings tók klunnaleg dansspor. Fyrirtæki þetta var auð- vitað kvikmyndafélagið Walt Disn- ey Productions, og þarna var verið að sýna kvikmyndir hans til reynslu, áður en þær skyldu sendar á markaðinn. En það kváðu ekki við neinir hlátrar, þegar sýningu síðustu kvik- myndarinnar lauk þennan dag, held- ur mátti sjá tár í augum margra viðstaddra. Þetta var síðasta kvik- myndin, sem Walt Disney kom sjálfur í'ram i, en hann dó þ. 15. desember árið 1966. í kvikmynd þessari skýrði hann frá ýmsum framtíðaráætlunum sínum, og gnæfðu þær áætlanir jaínvel yfir mestu afrek hans til þessa dags. Ein hin stórkostlegasta af þessum nýju hugmyndum hans var 100 milljón dollara Disneyheimur þar á meðal „borg framtíðarinnar", sem byggjast skyldi nálægt borginni Orlando suður í Florida, og skyldi borgarstæðið verða tvöfalt stærra en öll Manhattaneyjan. Átti mið- hluti hennar að vera undir gler- hjálmi. Roy bróðir hans, sem tók við stjórn Walt Disney Productions eftir dauða Walt Disneys, segir svo um áætlun þessa: „Daginn áður en Walt dó, lá hann í rúmi sínu í sjúkrahúsinu og starði upp í loftið. Hann sá hljóðeinangrunarplöturnar í loftinu fyrir sér sem risavaxið kort af Disneyheimi þeim, sem rísa skyldi suður í Floridafylki. Hann mælti þessi orð: „Þarna setjum við einsporsbrautina. Og við látum þjóðveginn liggja þarna.“ Roy er orðinn 73 ára gamall. Hann er alþýðlegur í fasi. Hann hefur nú tekið við hlutverki að hrinda síðustu og mestu draumum Walts í framkvæmd. Hann situr við skrifborð sitt í látlausri skrifstofu. Og á veggnum fyrir ofan höfuð hans hangir málverk eftir Karsh af hinum fræga bróður hans og frið- arpípa Indíána, sem Walt færði honum að gjöf eftir einhverja deilu, sem hann er nú búinn að gleyma fyrir longu. Þar stjórnar hann og leiðbeinir heilum hópi fram- kvæmdastjóra í ríki Walts Disneys, en það spannar nú um víða veröld og innan vébanda þess er fengizt við framleiðslu kvikmynda, sjón- varpsþátta, myndasagna og mynda- sögutímarita, tónlistar og hljóm- platna. Það hefur aldrei verið slakað á. Allt heldur áfram á fullri ferð. „Núna er algerlega um hóp- samvinnu að ræða“, segir Roy. „Við erum að reyna að vera eins snjallir samanlagt og Walt var sem ein- staklingur." YFIRGRIPSMIKIÐ OG DÝRT. Roy hefur ætíð staðið í skugga hins fræga bróðir síns, hvað al- menningsálit og frægð snertir, en hann vann samt við hlið hins snjalla yngri bróður síns allt frá byrjun, öll þau 40 ár, sem það tók að byggja upp þetta risavaxna fyr- irtæki. „Roy var vanur að aka mér í barnavagni“, sagði Walt einu sinnt, og hann hefur ætíð annazt mig síð- an.“ Walt reyndi fyrst við skopmynda- teiknun í Kansas City, og þá varð það bankastarfsmaðurinn Roy, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.