Úrval - 01.10.1967, Síða 12
10
ÚRVAL
fá lánað nægilegt fé til þess að inna
af hendi fyrstu greiðslu fyrir nokkra
appelsínulundi nálægt borginni
Anaheim um 28 mílum fyrir suð-
aústan Los Angeles. Og nú hófst
byggingarstarfsemin. Walt vildi, að
í þessum nýja skemmtigarði yrði allt
öðruvísi en í venjulegum skemmti-
görðum. „Þú dettur beint á smett-
ið“, sagði fjölleikahúseigandi einn
við Walt. „Kannske gerum við það.“
sagði Walt þá og yppti öxlum, „en
við dettum þá fram á við.“
TÖFRASPROTI
Sagan um velgengni og vinsældir
skemmtigarðsins Disneylands er
eins furðuleg og ævintýrin, sem
Walt hefur kvikmyndað. Yfir 60
milljónir gesta frá flestöllum lönd-
um veraldarinnar hafa heimsótt
Disneyland. Walt kallaði Disney-
land konungsríki sitt og sagði, að
það væri „konungsríki töfranna".
Og skyndilega var sem einhver
heilladís hefði veifað sprota sínum
og lagt. blessun sína yfir allar hans
framkvæmdir. Walt fór nú að gera
sjónvarpsþætti og myndir og naut
tafarlaust geysilegra vinsælda. Má
þar nefna Davy Crockett, sem hann
kom fljótlega fram með í sjónvarps-
þáttum sínum, og má jafnvel tala um
Davy Crockettæði í Bandarikjunum.
Walt fór nú að framleiða venjuleg-
ar kvikmyndir og hætta að einbeita
sér að teiknimyndaframleiðslu. Nú
eru þessar „fjölskyldumyndir“ orðn-
ar 28 að tölu, þ.e. kvikmyndir, sem
hæfa allri fjölskyldunni. Eru þær
meðal ábatasömustu kvikmynda, er
framleiddar hafa verið í Hollywood,
og er „Mary Poppins" þar í farar-
broddi. „í hvert skipti sem aðrar
kvikmyndir verða sóðalegri, eykst
aðsóknin að kvikmyndum okkar,“
sagði Walt.
Eftir þriggja áratuga erfiða bar-
áttu, þar sem oft mátti ekki miklu
muna, að illa færi, voru Disney-
bræður ekki aðeins orðnir vel stæð-
ir fjárhagslega, heldur höfðu þeir
brotið nýtt blað í sögu kvikmynda-
borgarinnar Hollywood. Það má
segja, að hin endanlega velgengni
fyrirtækis þeirra eigi sér vart sinn
líka í sögu kvikmyndaborgarinnar.
Nú í ár framleiðir félagið Walt
Disney Productions hálfa tylft kvik-
mynda og nýja sjónvarpsþætti í
stórum stíl. Nemur samanlagður
sýningartími þátta þessara 26
klukkustundum. Þar að auki hafa
verið lagðar 45 milljónir dollara í
ár í ýmsar nýjar framkvæmdir í
D'sneylandi og hafizt hefur verið
handa við framkvæmd nýrra áætl-
ana Walts.
SKIPULEG RINGULREIÐ
Taugamiðstöð Walts Disney Pro-
ductions gengur undir nafninu WED
(upphafsstafirnir í nafni Walts E.
Disneys) Enterprises, Inc. (WED-
fyrirtækin hf.), en þar eru gerðar
áætlanir um nýjar framkvæmdir
Walt Disney Productions og unnið
að þeim eftir því sem það er ger-
legt að gera slíkt þar. Fyrirtækið
WED er til húsa í stórri, hvítri
tveggja hæða byggingu í skugga
hinna auðu Verdugofjalla. Manni
dettur helzt í hug, að maður sé
staddur í einskonar „draumaverk-
smiðju“, þar sem draumar verða að
veruleika. Umhverfið líkist einna