Úrval - 01.10.1967, Síða 20

Úrval - 01.10.1967, Síða 20
18 ÚRVAL Engin af gröfunum er merkt með steini eða öðru, svo enginn veit af hverjum hver þeirra er, én samt hefur við greftranirnar verið farið eftir mannvirðingum, og allar líkur eru til að aðalpersónurnar: Þjóð- hildur sjálf, Leifur heppni sonur hennar, og jafnvel Eiríkur rauði, þó að hann væri lengi tregur til að taka kristna trú, hafi verið meðal þeirra, sem jarðsettir voru í garð- inum og bein fundust af. Af þessum 144 mönnum voru 65 karlmenn, 39 konur, 16 fullorðnir sem ekki hefur tekizt að greina kynferði á, og 24 börn. Nú er verið að rannsaka beinagrindurnar, og von er á ýmsum skemmtilegum upp- lýsingum. Það er orðið ljóst, að margir af hinum eldri, sem bein fundust af, hafa verið sjúkir af gigt, einkum í baki og mjaðmarliðum, og sumir voru svo kengbognir að ekki hefur tekizt að rétta úr líkunum þegar þau voru lögð til. Gigtveiki hefur verið algengur kvilli meðal þessa fólks. Erfitt er að ákvarða dánarorsak- ir, því mjög fáir sjúkdómar setja mark sitt á bein. Um einn af karl- mönnunum er þó engum blöðum að fletta hvað olli dauða hans. Hnífi hefur verið stungið í brjóst honum upp að skafti, en oddurinn gengið svo djúpt að hann snerti herðablað- ið. Af því dó hann. Þessi beina- grind með hnífnum í er á sýning- unni ásamt mörgum öðrum minjum frá Grænlandi á þessari öld. í þennan litla kirkjugarð var skráður þáttur úr mannkynssögu. Nú eru minjarnar komnar til Brede á Norður-Sjálandi. Væri ekki vert að skreppa þangað! Skemmtiferðamenn og sumargestir ættu að hafa það í huga, að þeir eru kannske ekki alltaf eins velkomnir og þeir kunna að halda, eins og eftirfarandi saga sýnir ljóslega: Tvær gamlar kerlingar stönzuðu fyrir utan búðarglugga i ferða- mannabænum Bar Harbor í Mainefylki í Bandaríkjunum og fóru að rabba saman. „Hvað, ég var að heyra, að um daginn hefði einhver dottið niður dauður þarna á næstu grösum við þig sagði önnur. „Já, þetta gerðist bara á götunni rétt fyrir utan húsið rnitt", svaraði hin. „Það varð heilmikið uppnám í fyrstu, en þetta var bara alls ekki eins slæmt og við höfðum haldið. Þetta var bara einn af sumargestunum.“ Franklin Jones Eiginmaðurinn svarar í símann: „Nei, konan mín er því miður ekki heima. Hver á ég að segja, að hafi ætlað að hlusta á hana“? Ekkert ber eins mikla ábyrgð á „hinum góðu, gömlu dögum“ og slæmt minni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.