Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 20
18
ÚRVAL
Engin af gröfunum er merkt með
steini eða öðru, svo enginn veit af
hverjum hver þeirra er, én samt
hefur við greftranirnar verið farið
eftir mannvirðingum, og allar líkur
eru til að aðalpersónurnar: Þjóð-
hildur sjálf, Leifur heppni sonur
hennar, og jafnvel Eiríkur rauði,
þó að hann væri lengi tregur til að
taka kristna trú, hafi verið meðal
þeirra, sem jarðsettir voru í garð-
inum og bein fundust af.
Af þessum 144 mönnum voru 65
karlmenn, 39 konur, 16 fullorðnir
sem ekki hefur tekizt að greina
kynferði á, og 24 börn. Nú er verið
að rannsaka beinagrindurnar, og
von er á ýmsum skemmtilegum upp-
lýsingum.
Það er orðið ljóst, að margir af
hinum eldri, sem bein fundust af,
hafa verið sjúkir af gigt, einkum í
baki og mjaðmarliðum, og sumir
voru svo kengbognir að ekki hefur
tekizt að rétta úr líkunum þegar
þau voru lögð til. Gigtveiki hefur
verið algengur kvilli meðal þessa
fólks.
Erfitt er að ákvarða dánarorsak-
ir, því mjög fáir sjúkdómar setja
mark sitt á bein. Um einn af karl-
mönnunum er þó engum blöðum að
fletta hvað olli dauða hans. Hnífi
hefur verið stungið í brjóst honum
upp að skafti, en oddurinn gengið
svo djúpt að hann snerti herðablað-
ið. Af því dó hann. Þessi beina-
grind með hnífnum í er á sýning-
unni ásamt mörgum öðrum minjum
frá Grænlandi á þessari öld.
í þennan litla kirkjugarð var
skráður þáttur úr mannkynssögu.
Nú eru minjarnar komnar til Brede
á Norður-Sjálandi. Væri ekki vert
að skreppa þangað!
Skemmtiferðamenn og sumargestir ættu að hafa það í huga, að þeir
eru kannske ekki alltaf eins velkomnir og þeir kunna að halda, eins
og eftirfarandi saga sýnir ljóslega:
Tvær gamlar kerlingar stönzuðu fyrir utan búðarglugga i ferða-
mannabænum Bar Harbor í Mainefylki í Bandaríkjunum og fóru að
rabba saman. „Hvað, ég var að heyra, að um daginn hefði einhver
dottið niður dauður þarna á næstu grösum við þig sagði önnur.
„Já, þetta gerðist bara á götunni rétt fyrir utan húsið rnitt", svaraði
hin. „Það varð heilmikið uppnám í fyrstu, en þetta var bara alls ekki
eins slæmt og við höfðum haldið. Þetta var bara einn af sumargestunum.“
Franklin Jones
Eiginmaðurinn svarar í símann: „Nei, konan mín er því miður ekki
heima. Hver á ég að segja, að hafi ætlað að hlusta á hana“?
Ekkert ber eins mikla ábyrgð á „hinum góðu, gömlu dögum“ og
slæmt minni.