Úrval - 01.10.1967, Síða 24

Úrval - 01.10.1967, Síða 24
22 ÚRVAL ár, lagðist hann í sjúkrahús í Kans- as City til þess að láta skera særða fótinn upp. Hann getur notað hann nú orðið, en stór svæði fótarins eru tilfinningalaus, og hann mun þurfa að nota alveg sérstakan sjúkraskó á fætinum til dauðadags. Það er mjög stutt síðan tæmandi upplýsingar um tíðni slöngubits urðu fáanlegar. Dr. Henry M. Parr- ish við Læknadeild Missouriháskóla, sem hefur unnið að rannsóknum slöngubits árum saman, hefur nú lokið við slíkar athuganir, er ná til allra Bandaríkjanna. Niðurstöður hans, sem hafa að geyma fyrstu áreiðanlegar og tæmandi tölur á þéssu sviði, sýna, að tíðni slöngu- bits er geysilega misjöfn, þegar hin einstöku fylki eru borin saman. Tíðnin er bæði komin undir fjölda eitraðra slanga í hinum ýmsu fylkj- . um, þéttbýli manna og fleiri þátt- um. Texasfylki, sem er heimkynni skellinaðra, koparhausa, vatnssnáka (vatnsmokkasína) og kórallasnáka, er hér efst á blaði með 1400 tilfelli árlega. En þegar tekið er tillit til mannfjölda fylkjanna, þá er Norð- ur Karólínufylki hættulegasta fylk- ið í landinu, hvað slöngubit snertir. í 1 af fylkjunum eru 10 eða fleiri af hverjum 100.000 íbúum bitnir á einu ári. í Nprður-Karólínufylki eru til- fellin 19 af 100.000, í Arkansasfylki 17, í Texasfylki 15, í Georgíufylki 13, í Vestur-Virginíufylki 11, en 10 í Missisippifylki og Louisianafylki hvoru um sig. (Þrátt fyrir hina miklu tíðni slöngubits í Norður- Karólínufylki, voru aðeins skráð þar samtals 3 dauðsföll af þessum völdum á árunum 1953—1962 og Bandaríska heilsugæzluþjónustan skýrir frá því, að árlegur fjöldi slíkra dauðsfalla sé aðeins 10—15 í öllum Bandaríkjunum). Neðst á listanum eru svo Alaska, Hawaii og Mainefylki, þar sem eru engar eitraðar slöngur nema þá í dýra- görðum. í öðrum fylkjum Nýja Englands en Mainefylki er aðeins svolítið um koparhausa og timbur- skellinöðrur á víð og dreif og þess vegna eru slöngubit einnig mjög fátíð í þeim fylkjum. Þrátt fyrir alls konar furðusögur og ýkjur, þá eru skellinöðrurnar, vatnasnákarnir, koparhausarnir og kórallasnákarnir einu lífshættulegu slöngurnar fyrir norðan landamæri Mexíkó. Af þessum fjórum ban- vænu slöngutegundum eru mestar líkur til, að menn rekist á sk.elli- nöðrurnar. Tveir þriðjuhlutar af öllum slöngubitum eru af þeirra völdum, og hinar stærri tegundir þeirra eru meðal banvænustu slöngutegunda jarðarinnar. Yfir- völdin hafa skráð um 30 tegundir af slöngum í Bandaríkjunum, og eru þær mjög mismunandi að stærð, allt frá 18 þumlunga langa dvergsnáknum til 7 feta löngu dem- antahryggslöngunnar. Þær finnast í alls konar landslagi og við alls konar lífsskilyrði um gervallt land- ið, allt frá þyrkingslegum eyðimörk- um til vatnsbóla, inni í skógum og jafnvel nálægt fannbreiðum háfjall- anna allt uppi í 11.000 feta hæð. Vatnasnákurinn eða baðmullar- munnurinn lifir auðvitað í vatni, eins og nafnið bendir til. Hann finnst allt norðan frá Virginíufylki suður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.