Úrval - 01.10.1967, Síða 27
SLONGUBIT
25
sjúkraútbúnað gegn slöngubiti,
skuluð þið svo setja sogskál á
skurðina. Ef slíkt er ekki við hönd-
ina, skuluð þið leggja varirnar að
sárinu og sjúga eins mikið blóð og
eitur úr því og þið getið. Það fylg-
ir því engin hætta, þótt þið kunnið
að gleypa svolítið eitur, þar sem
áhrif þess eyðileggjast mjög fljót-
lega í maganum.
4) Reynið að ná til læknis eða
sjúkrahúss hið allra fyrsta, en samt
með sem allra minnstri áreynslu
(til þess að hindra það, að eitrið
breiðist út um líkamann). Ef þið
eruð ein á ferð á aískekktum stað.
skuluð þið reyna að gera að sárinu
eftir því sem unnt er og ganga síð-
an til þess að leita hjálpar. Þið skul-
uð ekki hlaupa.
5) Drekkið ekki whisky, og
brennið ekki sárið. Bezta varúðar-
ráðstöfunin gegn slöngubiti er auð-
vitað sú, að láta slöngurnar ekki
bíta sig. En takist ykkur ekki að
komast hjá því, mun skjótt og rétt
aðgerð draga úr kvölunum, enda
getur slíkt orðið til þess að þið megið
lífi halda í stað þess að verða eitr-
inu að bráð.
Látið yður hegðun títuprjónsins að kenningu verða. Hausinn á hori-
um hindrar hann í að faar of langt.
Á morgun . .. jafngildir ávísun, sem dagsett er fram í tímann. I dag
. . . . jafngildir reiðufé
L. K í Irish Digcst
Mannasiðir jafngilda siðgæði... Þeir eru æfingar líkamans til Þess
að tryggja heilbrigði sálarinnar.
Phyllis McGinley
Sumt fólk er svo duglegt að finna galia í öllu og öllum, að maður
gæti haldið, að það hefðu verið auglýst fundarlaun.
The Outlook
Þýðingarmesta persónan, sem maður getur hlustað á, er maður sjálf-
ur. Og þýðingarmesta verkefni okkar er að þjálfa gott „tóneyra", sem
heyrir í raun og veru það, sem við segjum.
Sydney J. Harris
„Læknir, oft langar mig einna helzt til þess að binda endi á líf mitt.
Hvað á ég til bragðs að taka?“
„Hafið engar áhyggjur. Látið mig um þetta“.
Fólk, sem blekkir sjálft sig, er einnig langsamlega leiknast í að blekkja
aðra.