Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 41
AÐ REYNA SIG VIÐ SKRATTANN
39
þeirra (m.ö.o. það varð alls ekki
gómað). En samt var það ekki að-
alvandinn að smíða slíka lampa,
heldur vildu þeir hitna úr hófi fram
af rafsegulöldunum, sem í þeim
léku. Engin leið fannst til að kæla
þá, og þeir urðu fljótt ónýtir.
Óhugsandi var að snúa við og
fara að nota lengri öldur, því EHF
var orðin staðreynd, sem ekki varð
umflúin. Með einhverjum ráðum
þurfti að finna aðferð til að búa
til lampa, sem ekki þyrftu að
smækka að sama skapi og bylgj-
urnar styttust, en ekki var hægt
um vik, því lögmálin fyrir smíði
þessara tækja voru öll miðuð við
að þetta stæðist á.
Útvarpsverkfræðingarnir létu sig
einvörðungu varða smíði tækjanna,
reyndu að gera þau sterkari, end-
ingarbetri og aflmeiri. Þeir gáfu
engan gaum að því hvað kæmi fyrir
bylgjurnar á leið þeirra til ákvörð-
unarstaðarins og til baka, því ætl-
uðu þeir eðlisfræðingunum að sinna
og ráða fram úr, enda höfðu þeir
fullan hug á því. Hvað mundi verða
um útvarpsbylgjur þegar þær rækj-
ust á atóm og mólikúl í loftinu?
Það er jafn erfitt fyrir útvarpsbylgj-
ur að komast gegnum lofthvolf
jarðarinnar, eða hið neðsta lag þess,
andrúmsloftið, og það er fyrir mann
að komast gegnum myrkvið í frum-
skógarbeltinu. Þær mæta atómum,
beygja hjá þeim, fara hlykkjótta
braut milli þeirra. Hvað gerist þá?
Þessu vildu eðlisfræðingarnir fá
svarað, því þeir vissu að sumar
verða til í þessum farartálma.
Stundum dreifast þær og ratsjáin
fær engin boð frá þeim.
Enginn vissi með vissu hvernig
þeíta gerðist. Það sem öruggt var,
var það, að ekki var unnt að not-
ast við 1,3 cm útvarpsbylgjur vegna
þess að þær týndust flestar í „frum-
skóginum".
Leitin var hafin og henni haldið
áfram af kappi unz það fannst sem
leitað var að. Þegar þeir létu út-
varpsbylgjur fara gegnum afar
þunnar lofttegundir, urðu þeir þess
varir sð margar lofttegundir drukku
í sig stuttar útvarpsbylgjur, og að
lofttegundir völdu úr, almennt, og
tóku ekki nema bylgjur af sérstakri
bylgjulengd, en slepptu öðrum.
Svo virtist sem mólikúl þessara
lofttegunda laðaðist að þessum sér-
stöku bylgium, og yrði ekki fyrir
áhrifum af öðrum en þeim. Þau
h'ktust útvarpstæki, sem ekki nær
nema einni stöð.
Smátt oe smátt rann það upp fyr-
ir rannsóknamönnunum, að þessi
hæfileiki mólikúlanna, að geta
drukkið í sig bylgjur. stóð í sam-
bandi við sérstök einkenni atóm-
anna, sem þau voru gerð úr. Var
þá farið að athuga bessi einkenni,
og komu þá fram nv vísindi, — út-
varpslitsjárfræðin. Þessi rannsókn-
arefni voru ekki auðveld. heldur
þörfnuðust þau mikillar einbeiting-
ar og nákvæmni, en vísindamönn-
unum þótti gaman að þessu, og
líktu því við ráðningu góðrar kross-
gátu. Fyrst er það hulin ráðgáta,
hvernig byrja skuli, en svo kann
að fara, að illt verði að slíta sig frá
þessu. Allt gekk þetta eins og í
sögu. Fleira og fleira kom í ljós um
eðli atómanna og mólikúlanna, sem
drekka í sig útvarpsöldur, en með