Úrval - 01.10.1967, Side 42
40
ÚRVAL
hverju nýju atriði, sem í ljós kom,
greindust ný óleyst verkefni fram-
undan. En Basov og Prokhorov gáf-
ust ekki upp við að finna þann EHF
aflvaka, sem vantaði’, en enginn
skildi hvernig í því lá að þeir skyldu
leita þar sem ólíklegast þótti að
nokkuð væri að finna, að skoða at-
óm og mólikúl í stað þess að laga
samfasavélina eftir því sem keppt
var að, það sást ekki að þeir litu
við öðru en atómum og mólikúlum.
Þeir höfðu rétt fyrir sér. Atóm
og mólikúl sem geta drukkið í sig
útvarpsbylgjur, hljóta einnig að
geta sent þær frá sér. Þá komast
þeir að því að atómið er generator,
eða aflváki fyrir útvarpsbylgjur.
Það sendir útvarpsbylgjur frá sér.
Þetta er svo nýstárleg hugmynd, að
þeir trúa því naumlega í byrjun.
Útvarpssendistöð er sem sé ekkert
smásmíði í líkingu við atóm og
mólikúl, heldur óhemjustórar um-
búðir um lampa, rafmagnskaðla,
resistora, kapssitora, og aflvélina.
Og svo kom það á daginn að ekki
þurfti annað en agnarögn af efni,
gersamlega ósýnilegu. En í því bjó
ótrúleg orka. Útvarpslampar eyð-
ast eða bresta, atóm eru eilíf, þau
eldast ekki, eyðast ekki. Ef þau eru
einöngruð frá öllum utanaðkomandi
áhrifum, breyta þau ekki umbylgju-
lengd á þeim bylgjum, sem þau
senda. Þau senda útvarpsbylgjur
og gera það af slíkri fullkomnun
sem náttúrunni er lagið. Og svo
hefur óhemjulegri fyrirhöfn verið
eytt í tilraunir til að smíða traust
senditæki fyrir þessar bylgjur.
Það er freistandi að fela atóm-
inu þetta hlutverk.
Það var þessi hugmynd sem færði
þeim Basov og Prokhorov heims-
frægð og Leninverðlaun og Nóbels-
verðlaun. En ekki áttu þeir neina
von á neinu slíku meðan uppgötv-
un þeirra var á döfinni. Milli þeirra
og frægðarinnar voru þá ótal óleyst
verkefni, margra ára kappsamleg
viðleitni og villandi, misheppnað-
ar tilraunir fyrirrennara þeirra.
Árið 1939 tókst Valentin Fabri-
cant, sovéskum vísindamanni, að
sýna fram á það í doktorsrit^erð
sinni, að unnt væri að athuga geisl-
un frá atómum í rannsóknarstof-
um, og hann lagði líka ráðin á um
það, hvernig það skyldi gert. Til
þess þyrfti ekki annað, sagði hann,
en að láta atóm sem hlaðin voru
meiri orku, fá yfirtök yfir þeim
sem hlaðin voru minni orku, þá
mundu undir eins koma fram út-
varpsbylgjur úr efninu.
Þetta mátti kallast að fremja of-
beldi gegn náttúrunni, því hún hafði
séð svo um að miklu meira er til
af hinum „veiku“atómum, en hin-
um „sterku". Þessvegna tóku hin
veikari með sameiginlegu átaki ætíð
við allri geislun frá hinum sterk-
ari, gleyptu þetta, ef svo má segja.
Þessvegna hafði aldrei heyrzt út-
varp frá atómum í neinu efni. Það
virtist mundu vera óvinnandi verk
að skilja að hin „sterku" og hin
„veiku“, enda hafði hinn frægi eðl-
isfræðingur Maxwell sagt í lok síð-
ustu aldar, að það mætti skrattinn
gera í sinn stað, og vísindamenn
tuttugustu aldar sáu ekki ástæðu til
að efast um að þetta væri fyrrnefnd-
um höfðingja einum fært. Hvorki
Einstein né Dirac höfðu rekið enda-