Úrval - 01.10.1967, Page 43

Úrval - 01.10.1967, Page 43
AÐ REYNA SIG VIÐ SKRATTANN 41 hnútinn á þetta verkefni. Og hvorki Fabricant sjálfur né þeir sem sæti áttu í Vísindaráðinu, sáu það fyrir þá, hvílíka óhemju þýðingu þetta mundi hafa framvegis. Enda er þetta í fyrsta skipti, sem þýðing vísindalegrar formúlu eða jöfnu dylst jafnvel fyrir þeim sem leysir hana. Hið sama gerðist þegar Einstein og Dirac fundu formúluna fyrir í- leiðslu rafmagns, það voru eftir- menn þeirra, sem skýrðu þýðingu þeirrar formúlu. Og eins fór um Fabricant. Hann vissi óglöggt hvað það var, sem hann hafði fundið, né hverju það gat valdið. Og hlauzt það af þessu, að hann vanrækti að einbeita sér að þessu afar þýðing- armikla verki, heldur sneri sér að ýmsu öðru jafnframt. En líklega var heimsstyrjöldinni (39—45) um að kenna. Ennþá er skýringin ókomin. Sum- ir eðlisfræðingar álíta að kenning Fabricants hafi verið of óljós og engin furða þó að samstarfsmönn- um hans tækist ekki að skilja í henni grundvallaratriðin. En aðrir segja að ekki hafi verið við því að búast að hún væri skiljanlegri. Þessi undanfari uppgötvunarinnar um laser og maser er svo eftirtekt- arverður, að líklegt er að af honum muni eðlisfræðingar framtíðarinn- ar fá efni til umhugsunar, ráðgát- ur að spreyta sig á í nokkrar kyn- slóðir. Þetta sjónarspil hugmynda, eins og Einstein orðaði það, er svo óvenju stórkostlegt. Basov og Prokhorov ákváðu að reyna við „skratta" Maxwells. Fyr- ir hvern mun, þótti þeim, varð að finna ráð til að skilja „veik“ og ,,sterk“ atóm að, og láta síðan hin sterkari fara að útvarpa út um ver- öldina. Ef við gætum fylgt lífsferli þess- ara manna, Basovs og Prokhorovs, mundum við finna, að þar er ekki unnt að greina skil dags og nætur. Ymist mundum við verða varir við fögnuð vonar eða svarta örvænt- ingu. Erfðakenningar frá nítjándu öld, taldar óhagganlegar og óyggj- andi, mundu fara að sýnast vafa- samar og æ vafasamari. Þeir reyndu svo margar aðferðir og notuðu svo mörg tæki, að þeir voru seinast hættir að geta haldið tölunni. Bosov og Prokhorov horfðu stöð- ugt á sveifluritann (oscillograph). Þá sáu þeir lýsandi rönd sem lækk- aði um miðbikið en hækkaði til endanna. Þetta líktist helzt teikn- ingu barns af veiðibjöllu á flugi. Basov sneri stillinum hægt og gætilega og við það hófst línan um miðjuna unz hún varð aftur bein. Þá fór hún aftur að svigna, en nú upp á við um miðjuna. Með ýtr- ustu varkárni tókst honum að láta línuna bunga upp á við nákvæm- lega eins og hún hafði áður beygzt niður á við. Svo varð hún bein aft- ur og bungaðist svo niður á við. Ef þetta hefði gerzt fáeinum dög- um áður, þá hefði þetta þótt mjög athyglisverð og markverð tilraun. En nú ollu þessar fögru, bognu og beinu línur tilraunamönnunum engu nema vonbrigðum og ótta um að nú væri útséð um árangurinn. Átti þetta að verða útkoman úr ótal til-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.