Úrval - 01.10.1967, Síða 43
AÐ REYNA SIG VIÐ SKRATTANN
41
hnútinn á þetta verkefni. Og hvorki
Fabricant sjálfur né þeir sem sæti
áttu í Vísindaráðinu, sáu það fyrir
þá, hvílíka óhemju þýðingu þetta
mundi hafa framvegis.
Enda er þetta í fyrsta skipti, sem
þýðing vísindalegrar formúlu eða
jöfnu dylst jafnvel fyrir þeim sem
leysir hana.
Hið sama gerðist þegar Einstein
og Dirac fundu formúluna fyrir í-
leiðslu rafmagns, það voru eftir-
menn þeirra, sem skýrðu þýðingu
þeirrar formúlu. Og eins fór um
Fabricant. Hann vissi óglöggt hvað
það var, sem hann hafði fundið, né
hverju það gat valdið. Og hlauzt
það af þessu, að hann vanrækti að
einbeita sér að þessu afar þýðing-
armikla verki, heldur sneri sér að
ýmsu öðru jafnframt. En líklega
var heimsstyrjöldinni (39—45) um
að kenna.
Ennþá er skýringin ókomin. Sum-
ir eðlisfræðingar álíta að kenning
Fabricants hafi verið of óljós og
engin furða þó að samstarfsmönn-
um hans tækist ekki að skilja í
henni grundvallaratriðin. En aðrir
segja að ekki hafi verið við því
að búast að hún væri skiljanlegri.
Þessi undanfari uppgötvunarinnar
um laser og maser er svo eftirtekt-
arverður, að líklegt er að af honum
muni eðlisfræðingar framtíðarinn-
ar fá efni til umhugsunar, ráðgát-
ur að spreyta sig á í nokkrar kyn-
slóðir. Þetta sjónarspil hugmynda,
eins og Einstein orðaði það, er svo
óvenju stórkostlegt.
Basov og Prokhorov ákváðu að
reyna við „skratta" Maxwells. Fyr-
ir hvern mun, þótti þeim, varð að
finna ráð til að skilja „veik“ og
,,sterk“ atóm að, og láta síðan hin
sterkari fara að útvarpa út um ver-
öldina.
Ef við gætum fylgt lífsferli þess-
ara manna, Basovs og Prokhorovs,
mundum við finna, að þar er ekki
unnt að greina skil dags og nætur.
Ymist mundum við verða varir við
fögnuð vonar eða svarta örvænt-
ingu. Erfðakenningar frá nítjándu
öld, taldar óhagganlegar og óyggj-
andi, mundu fara að sýnast vafa-
samar og æ vafasamari.
Þeir reyndu svo margar aðferðir
og notuðu svo mörg tæki, að þeir
voru seinast hættir að geta haldið
tölunni.
Bosov og Prokhorov horfðu stöð-
ugt á sveifluritann (oscillograph).
Þá sáu þeir lýsandi rönd sem lækk-
aði um miðbikið en hækkaði til
endanna. Þetta líktist helzt teikn-
ingu barns af veiðibjöllu á flugi.
Basov sneri stillinum hægt og
gætilega og við það hófst línan um
miðjuna unz hún varð aftur bein.
Þá fór hún aftur að svigna, en nú
upp á við um miðjuna. Með ýtr-
ustu varkárni tókst honum að láta
línuna bunga upp á við nákvæm-
lega eins og hún hafði áður beygzt
niður á við. Svo varð hún bein aft-
ur og bungaðist svo niður á við.
Ef þetta hefði gerzt fáeinum dög-
um áður, þá hefði þetta þótt mjög
athyglisverð og markverð tilraun.
En nú ollu þessar fögru, bognu og
beinu línur tilraunamönnunum engu
nema vonbrigðum og ótta um að
nú væri útséð um árangurinn. Átti
þetta að verða útkoman úr ótal til-