Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 56
54
þola birtu, einkum í tempruðu belt-
unum. Einu ástæðurnar, sem lækn-
ar álíta fullgildar til þess að ganga
með lituð sjóngler, eru annarsveg-
ar óþægindi, sem mikil birta veld-
ur augunum, og hins vegar mjög
löng útivera í sterku sólskini vegna
atvinnu, þegar slíkt gæti hugsan-
lega valdið sjónskemmdum. „Sól-
gleraugu geta komið að notum, ef
þú kiprar augun, hrukkar ennið,
dregur saman vöðvana í augnlokun-
um og augu þín verða þreytt, rök eða
bólgin eftir daglanga dvöl í sól-
skini.“ Þessi klausa stendur í bækl-
ingi, sem gefinn er út af Landssam-
bandi til hindrunar blindu. í
„Standards for General Purpose
Sunglasses“ (Gæðamat fyrir sól-
gleraugu til venjulegrar notkunar),
bæklingi, sem gefinn er út af Lækn-
isfræðilegri rannsóknarstofu kaf-
bátastöðvar bandaríska flotans í
New London í Connecticutfylki, er
því haldið fram, að hver sá útbún-
aður, sem hvílir augnvöðvana, stuðli
að heilbrigðri sjón. Enn fremur er
því haldið fram, að áhrif sterkrar,
glampandi sólarbirtu kunni að vera
augunum skaðleg, en fyrstu áhrifin
séu þau, að augun kiprast, ennið
hrukkast og vöðvar í augnlokum
dragast saman.
Ef þú dvelur allan daginn í sterku
sólskini og glampandi birtu, getur
slíkt minnkað nætursjón þína um
50%. Því er það gott ráð að bera
sólgleraugu, ef maður ætlar að
dvelja allan daginn á baðströnd-
inni. En gættu þess að taka þau
af þér, áður en þú ekur af stað heim-
leiðis. (Allir sérfræðingar á þessu
ÚRVAL
sviði vara við því að bera sólgler-
augu í næturakstri).
Það ætti aldrei að ganga með dökk
gleraugu nótt sem nýtan dag, nema
augnlæknir hafi fyrirskipað slíkt
vegna sjúklegs ástands sjónarinn-
ar. Sumir gera slíkt til þess að líkj-
ast frægum Hollywoodstjörnum í
fasi eða til þess að dylja þá stað-
reynd, að þeir þarfnast gleraugna,
er aldurinn færist yfir þá. Sam-
band sérfræðinga á þessu sviði
(American Academy of Ophthal-
mology and Otolaryngology) heldur
því fram, að stöðug, óþörf notkun
sólgleraugna leiði til þess, að mað-
ur verði þeim háður, þannig að það
valdi manni miklum óþægindum og
jafnvel sársauka að vera án þeirra
í dagsbirtu.
GETA ÓDÝR SÓLGLERAUGU
HAFT SKAÐLEG ÁHRIF
Á SJÓNINA?
Spurningu þessari mætti svara á
fleiri en einn hátt, en bezta, ná-
kvæma svarið væri svohljóðandi:
„Það er alveg mögulegt.“ Committee
on Optics and Visual Physiology,
American Medical Association (sú
nefnd innan bandaríska læknafé-
lagsins, er fjallar um þessa sér-
grein), svarar spurningunni á þenn-
an hátt: „Ódýrar gerðir af lituðum
sjónglerjum (sólgleraugum) eru
ekki slípaðar, heldur blásnar og í
þeim eru því óhjákvæmilega ýmsir
þeir gallar (ójöfnur o.fl.), sem fyr-
irfinnast í blásnu gleri.“
Léleg sólgleraugu nema miklum
hluta hinnar árlegu sölu. Framleið-
endur þeirra halda því fram, að
gallar gleraugnanna séu svo smá-