Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 66
64
ÚRVAL
sem hér búa, veitið innri manni
mínum fegurð og að ytri maður
minn og allt sem honum fylgir megi
lifa í friði við hinn innri mann. —
Megi mér veitast að ég telji þann
mann einn ríkan, sem vitur er og
einnig að gullbirgðir mínar séu ekki
meiri en svo að góður maður fái
risið undir þeim. Fedrus, þörfnumst
við nokkurs meira? Ég hef beðið
nóg fyrir sjálfan mig.
Jowett, hinn mikli fræðimaður í
fornbókmenntunum sígildu, og
Platoþýðandi hefur sagt réttilega:
„Vísirinn að öllum hugsjónum, jafn-
vel flestum hugsjónum kristinna
manna er að finna hjá Plato.“ Og
þetta á ekki aðeins við um hugsjón-
irnar heldur einnig hátternið. Plato
hafði ekki áhuga fyrir eðlisfræði
vísindum í sjálfu sér og þó var einn
af samtímamönnum hans Demokrit-
us, maðurinn, sem fyrstur talaði
um atomið — en samt réði Plato
til að útreikningi og tilraunum væri
beitt gegn þrætulistinni. Hann
beitti sér og gegn ímyndunar-
kenndum og guðfræðilegum skiln-
ingi á guðdómnum og einnig gegn
ríkjandi goðfræði, og samt not-
færði hann sér sjálfur óspart af
goðsögnum, þegar hann var að út-
lista skilning sinn á mannlegu sál-
arlífi. Það hafa margar dulfræði-
kenningar og margir spiritista-spek-
ingar þróazt af kenningum Platos,
en samt er Plato í grundvallaratrið-
um boðberi og samræmandi þekk-
ingarinnar, leitandi og skýrandi
hrein undirstöðuatriði. Plato drakk
í sig og lýsti mörgum af ríkjandi
hugmyndum síns tíma, svo sem eins
og Orfeusarkenningunni um sálina,
og hann færði slíkar kenningar úr
hinum þrönga stakki sem þær voru
í og losaði þær við ýkjurnar og
gallana og heimfærði þær síðan til
hinnar almennu reynslu mannkyns-
ins. Það er þess vegna ómögulegt
að draga saman svo skiljanlegt
verði hina víðfeðmu heimspeki
Platos, nema á mjög yfirborðs-
kenndan hátt.
Heimspeki Platos er að höfuðefni
siðfræðileg heimspeki. Hann telur
manninn fæddan til þess að full-
komna sig, og þessi fullkomleiki
eigi að verða að veruleika í þessum
heimi. Þetta fullkomnunar lögmál,
sem maðurinn sjaldnast skilur og
greinir ekki nema óverulega ein-
staka sinnum, orsakar það, að hon-
um finnst alltaf, að það sé eitthvað,
sem hann vantar. Ef hann skyldi og
hlýddi þessu lögmáli verundar sinn-
ar, þá yrði hann fullkomlega ham-
ingjusamur. Þessi kenning er vissu-
lega mjög andstæð kristinni kenn-
ingu, sem gerir ráð fyrir því, að
maðurinn verði að sigrast á lægstu
hvötum sínum og gerir síðan ráð
fyrir sæluríkinu á himnum en ekki
í þessum heimi.
Frá sjónarmiði Platos á maðurinn
sér ekki aðra skyldu en þá, að að-
laga sjálfan sig fullkomnunarþörf-
inni, því að þessi fullkomnunarþörf
er eðli hans og þetta er ekki sið-
ferðisatriði, heldur er það fremur
nauðsynleg hegðan hins heilbrigða,
og samdæmd þróun mannseðlisins.
Hið góða er gott af því, og það er
fallegt og heilbrigt, réttlæti er gott
vegna þess, að ranglæti er sam-
hengislaust, samræmislaust og Ijótt.
Plato hefur fyrst og fremst hasl-