Úrval - 01.10.1967, Síða 67
SAMRÆÐUR PLATOS
63
að sér völl á svæðum heimspekinn-
ar með sameiningarkenningu sinni.
Hann var sannfærður um, að sann-
leiki og góðleiki væru til og væru
óaðskiljanlegar eigindir, og dyggð
sé sitthvað, og byggist hún á þekk-
ingunni. Vegna þessarar sameining-
arkenningar að góðleiki, sannleiki
og fegurð sé óaðskiljanlegt, leit
Plato svo á, að listir — hljómlist,
bókmenntir, skáldskapur, húsagerð-
arlist, mælskulist, stjórnmál og hag-
nýtar listir allar — verði að vera
í þjónustu siðfræðilegrar heimspeki
og eigi sér ekki verðmæti önnur
en þau að þjóna þessum siðfræði-
lega tilgangi. Hann leit þannig á,
að til væri fölsk byggingarlist,
fölsk hljómlist, falskar bókmenntir,
o. s. frv., og hrífi þessar fölsku list-
ir manninn brott frá leit hans að
fullkomleikanum og stuðli að því
að hann haldi áfram að vera fávís
og vanskapaður, en Plato taldi
einnig að til væri andstæða þessa
í listum. í höfuðatriðum er margt
sameiginlegt með kenningum Plat-
os og kristindómsins, en samt er
kenning hans fyrst og fremst byggð
á skynsamlegri skoðun á manninum
og sálarlífi hans fremur en trúnni
á guð og mannkynsfrelsara. -—- En
jafnvel þeir, sem geta ekki aðhyllzt
skilning Platos á sameiningunni
fremur en þeir geta fellt sig við
kenningar kristindómsins, geta ekki
gengið framhjá manninum, Plato.
Hann verður sá maður, sem dýpst
hefur kafað og af mestri þrautseigju
og á geðfelldastan hátt, í lengslu
máli og af mestri nákvæmni — í
rökræðum um eðli mannsins og
mannssálarinnar.
☆
„Ilann er alveg dæmigerður stjórnmálamaður", sagði golfleikarinn
við nítjándu holuna. „Sko, ég held, að hann noti þessi stóru og miklu
orð, svo að fólk viti ekki, um hvað hann er að tala. Hann er nefni-
lega hræddur um, að ef fólk vissi, um hvað hann væri að tala, þá
mundi það vita, að hann vissi ekki, um hvað hann væri að tala.“
Kona nokkur, sem var að stíga út úr strætisvagni, lagði pakka í
sætið, um leið og hún fór. Annar farþegi, sem var einnig að fara
út úr vagninum á sama stað, spurði hana hvers vegna hún hefði gert
þetta.
„Þetta geri ég á hverjum degi“, svaraði hún. „Sko, maðurinn minn
vinnur hjá strætisvagnafélaginu. Hann vinnur á skrifstofu, sem öllu
því er skilað til, sem fólk gleymir i strætisvögnunum.“
Konur, sem eiga í erfiðleikum með að hindra, að salatið verði brúnt
við svolitla geymslu, ættu að setja höfuðin í sellófanpoka og stinga þeim
inn í ísskáp.
Úr matreiðslubók.