Úrval - 01.10.1967, Page 74

Úrval - 01.10.1967, Page 74
72 URVAL En Hitler gat samt ekki verndað Kruppsamsteypuna gegn hinum geysilegu loftárásum brezka flug- hersins. Brezkar flugsveitir, sem töldu allt að 1000 flugvélum, komu æðandi hver af annarri og jöfnuðu borgina í raun og veru við jörðu. Þeir þurrkuðu alveg út nokkrar risavaxnar verksmiðjur, sem for- ráðamenn Kruppsamsteypunnar höfðu getað haldið gangandi vegna þrælkunarvinnu fanga úr nálægum fangabúðum nazista. í stríðslok voru 92% af Essen gereyðilögð. Þegar ég gekk um þessa rústaeyði- rnörk, var ég ekki sá eini, sem áleit, að borgin Essen og Kruppsamsteyp- an gætu ekki risið upp að nýju, næstu hálfa öldina. Við sem álitum slíkt, höfðum öll rangt fyrir okkur. Nafn Gustavs Krupps var nefnt árangurslaust við stríðsglæpahöldin í Nurnberg árið 1946, þar sem 24 helztu stríðsglæpamenn nazista voru dregnir fyrir dómstólana. Hann var einn þeirra, sem ákærður hafði verið, en hann var of gamall og lasburða til þess að koma fyrir dómstólana og dó skömmu síðar á heilsuhæli í Austuríki. Þess í stað var elzti sonur hans, Alfried Krupp von Bohlen und Halbach, ákærður sérstaklega, og við sérstök Krupp- réttarhöld var hann dæmdur í 12 ára fangelsi, en síðan sleppt árið 1952 (og var haldið upp á það með kampavínsveizlu). Kjörorð Bandamanna var: „Krupp má aldrei rísa upp að nýju.“ Það átti að tæta Kruppsamsteypuna í sundur, svipta ættina eignarréttin- um yfir auðæfunum og rífa niður verksmiðjurnar. Nokkrar minni háttar tilraunir voru gerðar til þess að framfylgja stefnu þessari. Risa- vaxna stálpressan var tekin í sund- ur og send til Júgóslavíu, en hún var aldrei sett þar saman aftur. Nokkrar minni háttar vélar og tæki voru send til Sovétríkjanna. En um leið og verksmiðjurnar höfðu verið rifnar eða vélarnar fjarlægðar úr þeim, komu nýjar vélar og tæki til Essen. Var þar um að ræða það allra nýjasta á þessu sviði, þótt miðað væri við allan heiminn. Þetta var fyrir tilstilli hinnar ame- rísku Marshallefnahagsaðstoðar, sem komið var á laggirnar til þess að reisa við efnahag Evrópu, sem var flakandi í sárum eftir stríðið. Eyðileggingin var mest í Þýzkalandi, og Þýzkaland varð aðnjótandi mestrar efnahagsaðstoðar allra Evrópuríkja. Kruppsamsteypan spratt á fætur aftur með furðulegum hraða. Annar hroðalegur leikur var leik- inn, þegar öllum eignum og auðæf- um Alfrieds Krupps var skilað í hendur honum að nýju, þegar hann var nýsloppinn úr fangelsinu. Þann- ig var hann gerður að ríkasta manni Evrópu. Hann var bara beð- inn um að losa sig við ítök sín í stálframleiðslunni (en mátti halda kolanámum, skipafélögum og fjölda verksmiðja, er framleiddu meiri háttar vélar og tæki og auk þess öðrum verksmiðjum í tylftatali). En það fékkst enginn kaupandi, og því fékk hann að halda því öllu saman refjalaust. í byrjun sjötta tugs aldarinnar var ástandið slíkt, að ég skrifaði eftirfarandi klausu í dagbókina mína:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.