Úrval - 01.10.1967, Side 78
Otto von
Bismarck
Eftir Edward Ashcroft.
Hann var hár maður vexti,
en klunnalegur og hörkulegur á
svipinn. Hann var matmaður
mikill, og sagði enda einu siniii,
að áður en maður dœi,
œtti hann að hafa reykt 100
þúsund vindla og drukkið fimm
þúsund flöskur af kampavíni.
Fyrir tæpri öld var sá
hluti Evrópu, sem kall-
aðist Þýzkaland fyrir
síðustu heimsstyrjöld,
samansafn 39 sjálf-
stæðra ríkja, sem sum voru aðeins
fáeinir ferkílómetrar að stærð, og
lutu þau stjórn konunga, stórher-
toga og markgreifa, sem töldu völd
sín vera af guðs náð. Þessi ríki voru
lauslega tengd þýzka ríkjasamband-
inu. Ríkisþingið, sem var í Frank-
furt, var vettvangur mikillar tog-
streitu milli Prússlands, sem var
mótmælendatrúar, fátækt land, en
búið ágætum her — og hins katólska
Austurríkis, sem var samsafn
margra þjóðerna auk Þjóðverja, svo
sem Króata, ítala, Slava og Ung-
verja. Suðurþýzku ríkin hölluðust
yfirleitt að Austurríki, en hin að
Prússum. Þar sem hinir þrjátíu og
níu þjóðhöfðingjar hugsuðu fyrst og
fremst um að vernda sérréttindi sín
og sjálfstæði, fékk ríkisþingið litlu
áorkað í þá átt að sameina Þýzka-
land eða örfa stjórnmálaþróunina.
Að sjálfsögðu þráðu Þjóðverjar
einhvers konar sameiningu, en hin
frjálslyndari öfl, sem einkum
voru menntamenn og millistéttafólk,
voru lítt skipulögð. Auk þess var
þýzkur almenningur sinnulítill um
stjórnmál og hlýðinn yfirboðurum
sínum.
Árið 1848, þegar Frakkar ráku
Loðvík Filipus frá völdum og stofn-
uðu annað lýðveldið, varð talsverð
ólga í Þýzkal. Þýzka þingið kom
saman, einnig í Frankfurt og bauð
Prússakonungi að gerast þjóðhöfð-
ingi sameinaðs Þýzkalands, en hann
hafnaði boðinu. Til uppþota kom
í mörgum borgum, þar á meðal Berl-