Úrval - 01.10.1967, Síða 78

Úrval - 01.10.1967, Síða 78
Otto von Bismarck Eftir Edward Ashcroft. Hann var hár maður vexti, en klunnalegur og hörkulegur á svipinn. Hann var matmaður mikill, og sagði enda einu siniii, að áður en maður dœi, œtti hann að hafa reykt 100 þúsund vindla og drukkið fimm þúsund flöskur af kampavíni. Fyrir tæpri öld var sá hluti Evrópu, sem kall- aðist Þýzkaland fyrir síðustu heimsstyrjöld, samansafn 39 sjálf- stæðra ríkja, sem sum voru aðeins fáeinir ferkílómetrar að stærð, og lutu þau stjórn konunga, stórher- toga og markgreifa, sem töldu völd sín vera af guðs náð. Þessi ríki voru lauslega tengd þýzka ríkjasamband- inu. Ríkisþingið, sem var í Frank- furt, var vettvangur mikillar tog- streitu milli Prússlands, sem var mótmælendatrúar, fátækt land, en búið ágætum her — og hins katólska Austurríkis, sem var samsafn margra þjóðerna auk Þjóðverja, svo sem Króata, ítala, Slava og Ung- verja. Suðurþýzku ríkin hölluðust yfirleitt að Austurríki, en hin að Prússum. Þar sem hinir þrjátíu og níu þjóðhöfðingjar hugsuðu fyrst og fremst um að vernda sérréttindi sín og sjálfstæði, fékk ríkisþingið litlu áorkað í þá átt að sameina Þýzka- land eða örfa stjórnmálaþróunina. Að sjálfsögðu þráðu Þjóðverjar einhvers konar sameiningu, en hin frjálslyndari öfl, sem einkum voru menntamenn og millistéttafólk, voru lítt skipulögð. Auk þess var þýzkur almenningur sinnulítill um stjórnmál og hlýðinn yfirboðurum sínum. Árið 1848, þegar Frakkar ráku Loðvík Filipus frá völdum og stofn- uðu annað lýðveldið, varð talsverð ólga í Þýzkal. Þýzka þingið kom saman, einnig í Frankfurt og bauð Prússakonungi að gerast þjóðhöfð- ingi sameinaðs Þýzkalands, en hann hafnaði boðinu. Til uppþota kom í mörgum borgum, þar á meðal Berl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.