Úrval - 01.10.1967, Side 90
88
og grípa of fljótt til byssunnar.
Tilghman vildi ekki heldur skjóta,
ef þarna var bara um að ræða
pilt, einan síns liðs, sem whiskyið
hafði fyllt slíkum ofurkjarki, að
hann vildi ögra öllum heiminum.
Tilghman vissi það ofur vel, hver
svo sem orsök þessarar ögrunar var,
að framtíð hans í þessum bæ væri
undir því komin, hvernig hann
brygðist nú við. Hann gerði sér
grein fyrir því án allrar kaldhæðni,
að tala stuðningsmanna hans mundi
þrefaldast, strax og hann ynni sína
fyrstu orrustu. Hann reyndi að
hugsa ekki til þess, hverjar afleið-
ingarnar kynnu að verða, ef hann
tapaði henni.
Nú hafði ungi maðurinn komið
auga á Tilghman, er hann nálgaðist.
Hann miðaði byssunni á Tilghman
og hrópaði: „Ætlar þú að ná mér?
Heldurðu, að þú getir náð mér?“
„Ég er ríkislögreglufulltrúinn,
sonur sæll. Stingdu byssunni í
hylkið.“ Tilghman gekk rólega á-
fram í áttina til hans með hendur
niður með síðum.
ÚRVAL
„Dragðu byssuna úr hylkinu!"
hrópaði pilturinn. „Andskotinn
hafi það, gríptu byssuna, segi ég!“
' Tilghman var aðeins einn metra
frá óstöðugu byssuhlaupinu, þegar
hann stanzaði og rétti út höndina
með útréttan lófann. „Réttu mér
byssuna!" sagði hann við piltinn.
„Það tekur enginn af mér byss-
una! Enginn!"
„Ég ætla ekki að taka hana. Þú
færð mér hana.“
í eitt hræðilegt augnablik horfð-
ust mennirnir í augu þarna á auðri
götunni. Tilghman var meinilla við
að neyðast til að verða manni að
bana fyrsta daginn í starfinu, en
hann var reiðubúinn til hvers sem
var. Til allrar hamingju gafst pilt-
urinn upp, án þess að til slíks kæmi.
Hann rétti titrandi höndina hægt
í áttina til Tilghmans og rétti hon-
um byssuna. „Þú ert gamall maður,
ríkislögreglufulltrúi". sagði hann.
„Ég gæti ekki fengið af mér að
skjóta gamlan mann.“
„Auðvitað gætirðu það ekki, góði
minn“, sagði Tilghman og tók í