Úrval - 01.10.1967, Síða 95

Úrval - 01.10.1967, Síða 95
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI.. . 93 „Það er sama upphæð og þú hef- ur fengið fyrir vísundana,“, sagði hann við Bill, „og þú þurftir meira að segja að drepa þá, flá og hluta þá í sundur. Þú ættir að vinna hjá mér, og þá munu 5 dollararnir þín- ir labba alla leið á markaðinn á eig- in fótum.“ Þessi greiðsla var vissulega sann- gjörn, en í þessu starfi sínu lenti Tilghman samt í einu hættulegasta ævintýri ævi sinnar. Verkstjóri Childers skipulagði smölunina þannig, að hann lét nautasmalana fara tvo og tvo sam- an í ýmsar áttir til þess að smala saman nautunum. Félagi Bills var „Hvirfilbylur“ Martin. Hann var montinn og drykkfelldur, en líka góð skytta og vel liðtækur við starf sitt, þannig að það mátti treysta honum. Þeir voru beztu hestamenn- irnir, og því var þeim falið það ábyrgðarstarf að taka með sér 13 aukahesta. Þeir höfðu verið að smala í nokkra daga, þegar þeir komu skyndilega auga á 50 ríðandi Indíána efst uppi á hæð einni alllangt í suðri. Þeir hlutu að vera hvítum mönnum fjandsamlegir, því allir Indíána- ættflokkarnir á sléttunum, sjö að tölu, voru í árásarhug og réðust gegn hvítum mönnum, hvenær sem tækifæri bauðst. Sem snöggvast hreyfðust Indíánarnir ekki. Síðan ráku þeir upp grimmdarleg óp og komu þeysandi niður á sléttuna. Þeir Bill og Hvirfilbylur snar- sneru við, létu nautin eiga sig, en hleyptu hestunum norður á bóginn. Við hlið þeirra hlupu aukahestarn- ir á þessum tryllta flótta undan dauðanum. Bill sá brátt, að bilið milli þeirra og Indíánanna varð smám saman minna, og því tók hann skjóta ákvörðun. Hann gaf Hvirfilbyl merki um, hvað hann hafði í hyggju, og hann kinkaði kolli þessu til samþykkis. Bill sneri sér að aukahestunum og skar á taum tveggja með snöggri hreyf- ingu, en þeir voru hlaðnir klyfjum. Klyfjahestarnir voru orðnir þreytt- ir, og því hægðu þeir strax ferðina, þangað til þeir voru komnir á hæg- an gang. Bill vonaði, að þessi fjár- sjóður freistaði Indíánanna svo mjög, að þeir stönzuðu hjá klyfja- hestunum. Hann leit til baka eftir nokkrar mínútur og sá þá, að Indíánarnir voru að koma að klyfjahestunum. Sem snöggvast hægði hópurinn ferðina og safnaðist umhverfis hestana, en síðan var einum úr hópnum falið að verða eftir hjá klyfjahestunum og taka þá í taum. Því var nú aðeins einum óvini færra, og höfðu þeir Bill og Hvirf- ilbylur orðið að greiða hátt verð fyrir hann. Það leið klukkutími, og brátt urðu klukkutímarnir tveir. Stund- um lengdist bilið á milli þeirra fé- laganna og Indíánanna, og stund- um mjókkaði það. Þegar hestarnir þreyttust, snöruðu þeir félagarnir einhverja af aukahestunum, stukku af baki í hvelli, flýttu sér að spretta hnökkunum af og leggja þá á hina hestana og þeystu svo af stað á nokkurn veginn óþreyttum hestum. Hvirfilbylur sat stóran stóðhest, er „Hrekkur" hét, þegar líða fór á síðdegið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.