Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 95
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI.. .
93
„Það er sama upphæð og þú hef-
ur fengið fyrir vísundana,“, sagði
hann við Bill, „og þú þurftir meira
að segja að drepa þá, flá og hluta
þá í sundur. Þú ættir að vinna hjá
mér, og þá munu 5 dollararnir þín-
ir labba alla leið á markaðinn á eig-
in fótum.“
Þessi greiðsla var vissulega sann-
gjörn, en í þessu starfi sínu lenti
Tilghman samt í einu hættulegasta
ævintýri ævi sinnar.
Verkstjóri Childers skipulagði
smölunina þannig, að hann lét
nautasmalana fara tvo og tvo sam-
an í ýmsar áttir til þess að smala
saman nautunum. Félagi Bills var
„Hvirfilbylur“ Martin. Hann var
montinn og drykkfelldur, en líka
góð skytta og vel liðtækur við starf
sitt, þannig að það mátti treysta
honum. Þeir voru beztu hestamenn-
irnir, og því var þeim falið það
ábyrgðarstarf að taka með sér 13
aukahesta.
Þeir höfðu verið að smala í nokkra
daga, þegar þeir komu skyndilega
auga á 50 ríðandi Indíána efst uppi
á hæð einni alllangt í suðri. Þeir
hlutu að vera hvítum mönnum
fjandsamlegir, því allir Indíána-
ættflokkarnir á sléttunum, sjö að
tölu, voru í árásarhug og réðust
gegn hvítum mönnum, hvenær sem
tækifæri bauðst. Sem snöggvast
hreyfðust Indíánarnir ekki. Síðan
ráku þeir upp grimmdarleg óp og
komu þeysandi niður á sléttuna.
Þeir Bill og Hvirfilbylur snar-
sneru við, létu nautin eiga sig, en
hleyptu hestunum norður á bóginn.
Við hlið þeirra hlupu aukahestarn-
ir á þessum tryllta flótta undan
dauðanum. Bill sá brátt, að bilið
milli þeirra og Indíánanna varð
smám saman minna, og því tók
hann skjóta ákvörðun. Hann gaf
Hvirfilbyl merki um, hvað hann
hafði í hyggju, og hann kinkaði
kolli þessu til samþykkis. Bill
sneri sér að aukahestunum og skar
á taum tveggja með snöggri hreyf-
ingu, en þeir voru hlaðnir klyfjum.
Klyfjahestarnir voru orðnir þreytt-
ir, og því hægðu þeir strax ferðina,
þangað til þeir voru komnir á hæg-
an gang. Bill vonaði, að þessi fjár-
sjóður freistaði Indíánanna svo
mjög, að þeir stönzuðu hjá klyfja-
hestunum.
Hann leit til baka eftir nokkrar
mínútur og sá þá, að Indíánarnir
voru að koma að klyfjahestunum.
Sem snöggvast hægði hópurinn
ferðina og safnaðist umhverfis
hestana, en síðan var einum úr
hópnum falið að verða eftir hjá
klyfjahestunum og taka þá í taum.
Því var nú aðeins einum óvini
færra, og höfðu þeir Bill og Hvirf-
ilbylur orðið að greiða hátt verð
fyrir hann.
Það leið klukkutími, og brátt
urðu klukkutímarnir tveir. Stund-
um lengdist bilið á milli þeirra fé-
laganna og Indíánanna, og stund-
um mjókkaði það. Þegar hestarnir
þreyttust, snöruðu þeir félagarnir
einhverja af aukahestunum, stukku
af baki í hvelli, flýttu sér að spretta
hnökkunum af og leggja þá á hina
hestana og þeystu svo af stað á
nokkurn veginn óþreyttum hestum.
Hvirfilbylur sat stóran stóðhest, er
„Hrekkur" hét, þegar líða fór á
síðdegið.