Úrval - 01.10.1967, Page 98

Úrval - 01.10.1967, Page 98
96 ÚRVAL í áttina til þeirra, og þeir renndu sér samstundis af baki og slengdu sér til jarðar. Þeir svöruðu ekki skoti þessu né reyndu að komast niður klettana. UNGFRÚ FLORA Þeim gekk nautasmölunin prýði- lega þrátt fyrir slík hættuleg atvik. Og það voru orðnir næstum 9000 nautgripir í hjörð Childers, þegar hún var rekin inn í nautaréttir járnbrautarfélagsins í Dodge City. Smalarnir fengu 5 dollara fyrir nautið, og því var það myndarleg fúlga, sem hver smali fékk í sinn hlut. Bill Tilghman var samt ekki vel við að taka við sínum hlut óskertum, er Childers borgaði hon- um launin. „Mér þykir það skrambi leitt, að við Hvirfilbylur skyldum missa nautin okkar og aukahestana," sagði hann. En Childers svaraði snöggur í bragði: „Leitt? Hvaða vitleysa? Þið eruð þó enn á lífi, eða er það ekki?“ Hann virti þennan unga Kansas- búa fyrir sér, sem var grannur, en samt mjög sterklegur. „Þú ert efni í fyrirtaks nautasmala, sonur sæll,“ sagði hann. „Hvað segirðu um að koma með mér suður til Texas og vinna þar hjá mér?“ Bill hugsaði sig um sem snöggv- ast og sagði svo: „Ég þakka þér kærlega fyrir boðið, en ég held ekki.“ „Nú, hvað ætlarðu þá að gera?“ „Ég veit það nú ekki alveg svona í svipinn. En einhvern tíma ætla ég að gerast löggæzlumaður.“ Það ríkti glaumur og gleði í Dodge City, líkt og þar væri kjötkveðju- hátíð í fullum gangi. Eigendur veit- ingahúsa, spilavíta og vændishúsa voru ákafir í að losa nautasmalana við launin, sem þeir voru nýbúnir að fá. Atvinnufjárhættuspilarana klæj- aði blátt áfram í lófana. Nú gátu nautasmalarnir gleymt öllum und- angengnum erfiðleikum í glaum og gleði. Þegar Bill hafði fengið laun sín útborguð, hélt hann út á götu. Það var eins og múgurinn sópaði honum með sér, og brátt var hann kominn inn í vínkrá ásamt Hvirfil- byl, vini sínum. En Hvirfilbyl til mikillar undrunar, sem þó var blandin fyrirlitningu, vildi hann ekki drekka neitt sterkara en gosdrykki. „Ég skemmti mér betur, þegar ég er allsgáður,“ sagði hann. En Hvirfilbyl tókst þó að fá hann með sér á dansleik, sem halda skyldi í Sun City, sem var 65 mílur í burtu. Og þessi undanlátssemi Bills við þennan vin hans átti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hann sjálfan. „Ég dansa ekki sem bezt,“ játaði hann taugaóstyrkur, þegar þeir höfðu bundið hesta sína við stólpa bak við verzlunarhúsið, sem dans- leikurinn var haldinn í. Þeir þvoðu sér og snurfusuðu sig til eftir föng- um frammi í anddyrinu. En Hvirf- ilbylur lét allar slíkar úrtölur sem vind um eyrun þjóta og dró hann með sér í áttina til hljómlistarinn- ar. Það var eins og allir bæjarbúar væru saman komnir á dansleiknum. Rétt fyrir innan dyrnar stóð röð af einmana herrum. Það voru ungir menn, sem höfðu haft nægilegt hug-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.