Úrval - 01.10.1967, Side 101

Úrval - 01.10.1967, Side 101
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI. . . 99 með kirkju og verzlunum og heið- arlegum konum. Og þegar þessir útúrdrukknu nautasmalar koma ríð- andi í bæinn á laugardagskvöldum til þess að leika sér með byssurn- ar sínar á götum bæjarins, þá slasa þeir oft saklaust fólk. Kaupmenn- irnir vilja, að bundinn sé endir á þessa skothríð, og þeir halda, að ég sé einmitt rétti maðurinn til þess“. „Ég er viss um, að þeir hafa rétt fyrir sér“, svaraði Bill. Masterson var ein allra bezta skyttan í öllu Villta Vestrinu. „Ég get það ekki hjálparlaust. Ég þarfnast hjálpar, Bill. Og það er einmitt þess vegna, að ég skrapp hingað út eftir til þín. Verði ég kos- inn, viltu þá verða aðstoðarmaður minn?“ „Já, herra,“ svaraði Bill tafar- laust. „Það vil ég.“ Bat Masterson var síðan kosinn og tók við störfum þann 14. janúar árið 1878. Bill Tilghman réð sér vinnumann til þess að sjá um býlið, og svo fluttist hann með fjölskyldu sinni inn í Dodge City og gerðist helzti aðstoðarmaður lögreglustjór- ans. Menntun hans sem löggæzlu- manns var nú hafin. Masterson bað hann um að sýna lögregluskilti sitt hvarvetna. Og því byrjaði hann að labba um bæinn á kerfisbundinn hátt. Hann gaf gæt- ur að öllu og setti það á minnið. Hann athugaði legu mjórra öng- stræta, rangala og ónotaðra bygg- ingarlóða, þar sem unnt mundi að dyljast. Hann athugaði svalir og þök, sem gætu reynzt tilvaldjr staðir fyrir ofstopamann að hafast við á og hindra þaðan umferð um götuna með hjálp byssu sinnar. Margir urðu til þess að spauga um þetta við hann. „Hvenær ætlarðu að hreinsa til í bænum, lögreglustjóri?" spurði hávær náungi hann eitt sinn. „Eru misindismennirnir lagðir á flótta, BiH‘?‘ kallaði vinur hans eitt sinn til hans. En það var ekki fyrr en um. síðdegið, að eitthvað, sem nálgaðist ofbeldi, varð á vegi hans. Hann var þá staddur á járnbraut- arstöðinni og var að tala við af- greiðslumann vörufluthinganna, þegar hann heyrði skothljóð. Hann flýtti sér út á Framstræti, en þaðan hafði skothljóðið borizt. Og þar sá hann mann einn ganga rólega nið- ur rykugt strætið. Hann var með barðastóran hatt með háum kolli. Þá gerðist furðulegt atvik. Einn bæjarbúa gekk að manninum, mið- aði á höfuð honum og hleypti af. Og á næsta augnabliki gerði annar slíkt hið sama og svo enn annar. Allir skutu þeir beint í höfuð mann- inum. Þetta var eins og í martröð, því að maðurinn, sem hafði verið margskotinn, gekk bara rólegur sína leið. Bill tók fram byssu sína og þaut á vettvang manninum til hjálpar. En þegar Bill nálgaðist fórnarlamb- ið, glotti það með fyrirlitningarsvip, og þá sá Bill að þetta var Luke Short, eigandi veitingahússins Rauði Hundurinn. „Góðan daginn, lögreglustjóri,“ sagði hann hæðnis- lega. „Hafið þér náð í nokkra lög- brjóta ennþá?“ „Ég hélt, að þér hefðuð orðið fyr- ir byssuskotum," stamaði Tilghman. „Nei, ekki ég, bara hatturinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.