Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 101
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI. . .
99
með kirkju og verzlunum og heið-
arlegum konum. Og þegar þessir
útúrdrukknu nautasmalar koma ríð-
andi í bæinn á laugardagskvöldum
til þess að leika sér með byssurn-
ar sínar á götum bæjarins, þá slasa
þeir oft saklaust fólk. Kaupmenn-
irnir vilja, að bundinn sé endir á
þessa skothríð, og þeir halda, að
ég sé einmitt rétti maðurinn til
þess“.
„Ég er viss um, að þeir hafa rétt
fyrir sér“, svaraði Bill. Masterson
var ein allra bezta skyttan í öllu
Villta Vestrinu.
„Ég get það ekki hjálparlaust.
Ég þarfnast hjálpar, Bill. Og það
er einmitt þess vegna, að ég skrapp
hingað út eftir til þín. Verði ég kos-
inn, viltu þá verða aðstoðarmaður
minn?“
„Já, herra,“ svaraði Bill tafar-
laust. „Það vil ég.“
Bat Masterson var síðan kosinn
og tók við störfum þann 14. janúar
árið 1878. Bill Tilghman réð sér
vinnumann til þess að sjá um býlið,
og svo fluttist hann með fjölskyldu
sinni inn í Dodge City og gerðist
helzti aðstoðarmaður lögreglustjór-
ans. Menntun hans sem löggæzlu-
manns var nú hafin.
Masterson bað hann um að sýna
lögregluskilti sitt hvarvetna. Og því
byrjaði hann að labba um bæinn á
kerfisbundinn hátt. Hann gaf gæt-
ur að öllu og setti það á minnið.
Hann athugaði legu mjórra öng-
stræta, rangala og ónotaðra bygg-
ingarlóða, þar sem unnt mundi að
dyljast. Hann athugaði svalir og þök,
sem gætu reynzt tilvaldjr staðir
fyrir ofstopamann að hafast við á
og hindra þaðan umferð um götuna
með hjálp byssu sinnar. Margir urðu
til þess að spauga um þetta við
hann. „Hvenær ætlarðu að hreinsa
til í bænum, lögreglustjóri?" spurði
hávær náungi hann eitt sinn. „Eru
misindismennirnir lagðir á flótta,
BiH‘?‘ kallaði vinur hans eitt sinn
til hans. En það var ekki fyrr en um.
síðdegið, að eitthvað, sem nálgaðist
ofbeldi, varð á vegi hans.
Hann var þá staddur á járnbraut-
arstöðinni og var að tala við af-
greiðslumann vörufluthinganna,
þegar hann heyrði skothljóð. Hann
flýtti sér út á Framstræti, en þaðan
hafði skothljóðið borizt. Og þar sá
hann mann einn ganga rólega nið-
ur rykugt strætið. Hann var með
barðastóran hatt með háum kolli.
Þá gerðist furðulegt atvik. Einn
bæjarbúa gekk að manninum, mið-
aði á höfuð honum og hleypti af.
Og á næsta augnabliki gerði annar
slíkt hið sama og svo enn annar.
Allir skutu þeir beint í höfuð mann-
inum. Þetta var eins og í martröð,
því að maðurinn, sem hafði verið
margskotinn, gekk bara rólegur sína
leið.
Bill tók fram byssu sína og þaut
á vettvang manninum til hjálpar.
En þegar Bill nálgaðist fórnarlamb-
ið, glotti það með fyrirlitningarsvip,
og þá sá Bill að þetta var Luke
Short, eigandi veitingahússins
Rauði Hundurinn. „Góðan daginn,
lögreglustjóri,“ sagði hann hæðnis-
lega. „Hafið þér náð í nokkra lög-
brjóta ennþá?“
„Ég hélt, að þér hefðuð orðið fyr-
ir byssuskotum," stamaði Tilghman.
„Nei, ekki ég, bara hatturinn