Úrval - 01.10.1967, Page 103

Úrval - 01.10.1967, Page 103
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI. 101 mann fastan bara fyrir það eitt, að mér geðjist ekki að svipnum á honum. Eina ástæðan fyrir handtök- unni ætti að vera sú, að hann sé að brjóta lögin. Því verð ég að vita, hvað eru lög.“ „Fjárinn sjálfur!" stundi Sutton upp og hristi höfuðið. „Auðvitað skal ég kenna yður.“ Lögreglustjóri einn sunnan frá Texas, er Bill hitti nokkrum árum síðar, skildi heldur ekkert í því, hve mikla rellu Tilghman gerði sér út af lögunum. Maður einn, George Snyder að nafni, hafði stolið hesti í Dodge City. Bill rakti slóð hans til bæjarins Mobeetie suður í Texas- fylki. En í stað þess að handtaka hann þar, fór Bill fyrst til fylkis- stjóra Texas í Austin og sýndi hon- um heimild til þess að fá Snyder framseldan. Hann fann Snyder inni á krá í Mobeetie, þar sem hann var að horfa á pokerspil. Bill stanzaði fyrir innan dyrnar, vaggaði sér á hælunum með hendurnar niður með síðunum og hrópaði: „Snyder, það hefur verið lýst eftir þér sem saka- manni í Dodge City. Þú ert hérmeð handtekinn.“ Snyder snarsneri sér við og hrópaði: „Þú getur ekki handtekið mig hér. Ég er nú í Texas.“ „Fylkisstjórinn hefur skrifað upp á heimild til þess, að þú verðir framseldur. Upp með hendurnar." Snyder slengdi sér undir borð og skreið yfir í hinn enda salarins. Tilghman kastaði sér yfir borðið og dreifði spilum, spilapeningum og fjárhættuspilurum í allar áttir. Þjóf- urinn tróð sér fram undan borðinu og spratt á fætur, en þá sló Bill hann niður með hægri handar kjálkahöggi. Þegar hér var komið málum, kom ríkislögreglufulltrúinn í Mobeetie æðandi inn með byssu í hendinni. Bill kynnti sig fyrir honum sam- stundis og sagði: „Ég gat ekki fund- ið yður áðan, ríkislögreglufulltrúi. En hérna eru skjöl, sem snerta mál þessa manns. Ég ætla með hann með mér til Dodge City.“ Texasbúinn leit á skjölin og síðan niður á Snyder, sem lá þarna á gólf- inu. „Þér sparið yður sannarlega ekki fyrirhöfnina!“ sagði hann svo. Nú, hvers vegna skutuð þér hann ekki, fyrst hann stal hesti?“ Það var meiri þörf fyrir löggæzlu í Dodge City og nágrenni en lög- reglustjórinn og aðstoðarmaður hans gátu séð um, því að þeir áttu ekki aðeins að halda uppi lögum og reglu í bænum sjálfum heldur í öllum hreppnum. Því var Bill Tilgh- man gerður að ríkislögreglufulltrúa í bænum. Masterson gegndi lögreglu- stjóraembætti í aðeins eitt kjörtíma- bil, og eftirmaður hans var argur yf- ir því að missa Tilghman sem að- stoðarmann sinn, en hann gat ekki staðið gegn óskum bæjarbúa í þessu efni. Fjárveiting til embættis þessa gerði ráð fyrir einum aðstoðarmanni ríkislögreglufulltrúanum til hjálp- ar. Og hann útnefndi Tom Nixon í starf þetta, en Nixon var gamall vinur hans, sem rak vagnaleigu þar í bæ. Tilghman gaf honum aðeins eina fyrirskipun, og hún var þessi: „Tom, við verðum að skapa Dodge City nýtt álit. Ég vil, að Dodge City verði þekktur sem „bærinn,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.