Úrval - 01.10.1967, Side 104

Úrval - 01.10.1967, Side 104
102 ÚRVAL þar sem byssan ræður ekki ríkj- um.“ Þeir skiptu með sér störfum á þann hátt, að Tilghman fór á hættu- legri vaktina, þ.e. frá kl. 3 síðdegis til kl. 3 að morgni. Með honum þroskaðist brátt furðuleg hæfni til þess að skynja, hvar mestar líkur væru á því hverju sinni, að vand- ræðaástand skapaðist. Hann tók eftir ólundarlega, hlutlausa andlits- svipnum, sem var oft gríma, er huldi löngun til þess að sýna ofbeldi og yfirgang. Hann tók líka eftir und- irförulslega og kænskulega svipn- um, sem sýndi það, að sá hinn sami ætlaði sér að maka krókinn með illu eða góðu. Og það mátti brátt reikna með því sem vísu, að Tilgh- man væri þegar kominn á staðinn til þess að skakka leikinn, hvar sem eitthvað var að. Dag einn hélt hann á fund Bobs Wrights bæjarstjóra og sagði: „Ég vildi gjarnan fá stuðning bæjarráðs- ins, þegar ég framfylgi lögum, sem banna öllum nema löggæzlumönn- um að bera byssu hérna inni í bæn- um,“ sagði hann. „Bill, er þér alvara?“ spurði bæj- arstjórinn. „Þú getur aldrei séð um að lögum þessum verði framfylgt. Nú það er . það er .... já ... það er ein af erfðavenjum Vilta Vestursins, að bera byssu.“ „Mér finnst það slæm erfðavenja. Ég skal sjá um, að þeim verði fram- fylgt,“ sagði Tilghman. Upp frá því tóku þeir Bill og Tom á móti gestkomandi nautasmölum, sem komu til bæjarins, og þeir héldu alltaf yfir þeim þessa föstu tölu: „Jæja drengir mínir, við höf- um lög hér, sem kveða svo á um, að enginn megi bera byssu innan bæjarmarkanna. Þessi lög hafa verið sett til þess að koma í veg fyrir það, að einhver skjóti ykkur. Fáið mér bara byssurnar ykkar, og þegar þið farið aftur úr bænum, getið þið náð í þær í Wrightsverzlun. Velkomnir til Dodge City. Farið nú og skemmt- ið ykkur, og lendið nú ekki í nein- um vandræðum.“ Fáir menn báru fram nokkur mót- mæli, eftir að hafa fengið slíkar kveðjur. Og þeir voru furðulega margir, sem viðurkenndu, að þeir hefðu svo sem ekki kært sig um að bera byssu. Frægðarorð það, sem fór af Tilgh- man, tók nú að berast víðs vegar um hin nýju landnemahéruð Vilta Vestursins. En það voru samt til menn, sem hnussuðu fyrirlitlega og sögðust skyldu „lækka í honum rostann", í næsta skipti er þeir heim- sæktu Dodge City. Síðla sumars ár- ið 1884 riðu tveir ókunnugir menn inn í bæinn og héldu til næstu krá- ar. Meðan barþjónninn var að skenkja í glösin handa þeim, skýrði hann þeim frá því, að það varðaði við lög að bera byssu innan bæjar- marka Dodge City. Annar maðurinn virti barþjóninn fyrir sér frá hviríli til ilja og spurði svo: „Heyrðu góði, fyrir hvað er þér eiginlega borgað kaup hérna?“ „Nú, fyrir að sjá um barinn, hvað annað?“ Ókunnugi maðurinn þóttist verða mjög undrandi. „Ætlarðu að segja mér það, að þér sé ekki greitt neitt fyrir að gefa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.