Úrval - 01.10.1967, Síða 107
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI. . .
105
ar af tjöldum. Og það hafði jafnvel
ekki verið merkt fyrir neinum göt-
um á milli tjaldþyrpinganna.
Nú var sett á laggirnar 50 manna
nefnd til þess að velja opinbera
embættismenn, semja bæjarsam-
þykkt og setja reglur og lög, sem
fara skyldi eftir í bænum. Þeir völdu
sér D. B. Dyer fyrir bæjarstjóra. Og
eitt fyrsta verk hans var að senda
eftir Bill Tilghman og skipa hann
löggæzlumann bæjarins og spyrja
hann síðan að því, hvað hann legði
til, að gera skyldi. „Mér finnst, að
það verði að vera okkar fyrsta verk
að mæla fyrir götum, herra borgar-
stjóri,“ svaraði Bill þá.
Samkvæmt uppástungu Bills festi
bæjarstjórinn yfirlýsingu um fram-
kvæmd þessa, er í vændum var. Og
hún var lesin upphátt hvað eftir
annað þennan dag víðsvegar á hinu
tilvonandi Oklahomastræti. Það
kváðu við reiði- og vonbrigðahróp
við hvern slíkan lestur. Það hafði
að vísu verið mælt fyrir þessu til-
vonandi stræti, en margir menn
höfðu samt mælt sér út lóðarskika
úti á því miðju án þess að taka
nokkuð eftir hælum þeim, sem
fyrir voru. Og nú fannst þeim sem
það væri verið að hlunnfara þá. Þar
að auki voru þarna margir forhert-
ir fjárhættuspilarar, kráreigendur
og gikkglaðir misindismenn, sem
höfðu slegið eign sinni á stórar
spildur af þessu tilvonandi stræti,
þar eð þetta virtist ætla að verða
verðmætasta viðskiptahverfi hins
tilvonandi bæjar. Og þeir ætluðu
sér ekki að sleppa bráð sinni.
Um kvöldið ræddi Tilghman þetta
vandamál við Jim Masterson, bróð-
ur Bats. „Hve langt eigum við að
einhver neitar að sleppa tilkalli til
ganga í þessu máli?“ spurði Jim. Ef
einhvers skika, sem strætið á að
liggja um, eigum við þá að reka
hann burt með valdi?“
„Okkar afstaða í þessu máli er of-
ur einföld,“ svaraði Bill. „Það erum
við, sem eigum að gæta þess, að
lögunum sé hlýtt, og við verðum að
sigra í þessu máli. Ef ekkur tekst
ekki að ryðja braut fyrir strætið,
verður enginn bær hérna, heldur
eldfjall."
Og klukkan 10 stundvíslega næsta
morgun tók Tilghman sér stöðu við
annan enda hins tilvonandi stræt-
ist, en á eftir honum kom Jim
Masterson ásamt tveim eklum með
múldýraeyki, sem drógu þunga
trjástofna á eftir sér. Við trjástofn-
ana voru festar járnkeðjur. Eykin
drógu trjástofnana þversum á eftir
sér, og voru stofnarnir jafnlangir og
fyrirhuguð breidd strætisins. Það
var því vitað mál, að stofnarnir
mundu fella um koll öll þau tjöld,
sem voru í vegi fyrir hinu fyrirhug-
aða stræti.
Bill tók í tauminn á hestinum
sínum og sagði svo við eklana.
„Jæja þá, piltar, af stað með okkur.
Farið hægt og rólega og gefið öllum
nægan tíma til þess að flytja sig um
set, en stanzið samt ekki.“
Múldýrin byrjuðu að draga trjá-
stofnana niður eftir hinu nýja
stræti, og þeir, sem áttu tjöld, sem
voru í vegi fyrir múldýrunum,
flýttu sér að taka þau niður og flytja
þau á öruggan stað. Þetta gekk
allt vel um hríð, og múldýrunum
miðaði vel áfram niður eftir hinu