Úrval - 01.10.1967, Page 108
106
ÚRVAL
nýja stræti. En svo mætti þeim
skyndilega hindrun. Það var mað-
ur, sem stóð þarna beint fyrir
framan eykin, gleiðfættur, með
byssu í hendinni og ögrandi á svip.
„Þið hrifsið ekki frá mér mitt land!“
öskraði hann. „Þú ert ekkert annað
en landsréttindaþjófur, Tilghman, og
ég ætla að meðhöndla þig á sama
hátt og meðhöndla skyldi alla
landsréttindaþj ófa.“
Nú hafði safnazt mannþyrping
utan um þá. Það ríkti þögn, er Tilgh-
man lét sig <renna léttilega úr
hnakknum og gekk rólegur í bragði
í áttina til mannsins, sem var al-
veg óður af reiði. Mikill meirihluti
viðstaddra skildi vel nauðsyn þess,
að gerðar yrðu götur í hinum nýja
bæ, en Tilghman gerði sér einnig
grein fyrir því, að erfðavenjur
Villta Vestursins áttu rík ítök í á-
horfendum. Hann vissi, að þeir
dáðu sjálfstæði og ögrandi afstöðu
gagnvart yfirvöldunum og því
mundu þeir standa með þeim, sem
ynni í þessari viðureign, hvor sem
það yrði. I-Iann losaði um byssuna
í hylkinu, meðan hann nálgaðist
mótherja sinn, en hann tók hana
ekki í hönd sér. Það var aðeins um
einn metri á milli þeirra, þegar
Tilghman lét til skarar skríða.
Hreyfingar hans voru svo leiftur-
snöggar, að margir áhorfenda voru
alls ekki vissir um, hvernig þetta
hafði gerzt. Með vinstri hendi sló
hann byssu mótstöðumannsins úr
hendi hans, svo að hún þeyttist upp
í loftið, og næstum samtímis sló
hann hann bylmingshögg á hökuna
með hægri hendi. Maðurinn hneig
hljóðiaust til jarðar og lá grafkyrr.
Tilghman sneri sér frá honum og
sagði ofur rólega: „Berið hann burt
af götunni.“ Viðstaddir hrópuðu
húrra. Fólkið hafði eignazt sína
hetju. Og innan klukkustundar hafði
verið rudd braut fyrir Oklahoma-
stræti frá enda til enda.
VINUR
AFBROTAMANNANNA
Tilghman opnaði verzlun í Gut-
hrie, og hún gekk alveg prýðilega.
Tveim árum síðar stofnaði hann
býli nálægt bænum Chandler, og
þá var hann orðinn svo vel stæður,
að hann gat byrjað búskap með full-
um bústofni, sem hann hafði keypt
sér. Hann byggði þar einnig tveggja
hæða bjálkahús handa Floru og
börnunum, sem voru nú orðin fjög-
ur að tölu.
En velgengnin verður oft til þess
að auka eirðarleysi manna, og brátt
fór það svo, að hann tók við stöðu
í þjónustu ríkisins og gerðist ríkis-
lögreglufulltrúi. Það gekk mjög á
nautahagana, eftir því sem fleiri býli
voru stoínuð, og því varð minna um
atvinnu fyrir nautasmalana. Það
varð sífellt erfiðara fyrir þá að fá
atvinnu við sitt hæfi, og þeir sneru
sér nú margir að afbrotum þess í
stað.
í fyrstu stálu þeir hestum og
nautum eða rændu menn með hjálp
byssu sinnar einir síns liðs. En brátt
kom að því, að þeir tóku að mynda
glæpaflokka og framkvæma banka-
og lestarrán, sem voru þrautskipu-
lögð út í yztu æsar, líkt og um
hernað væri að ræða. Þá tók fljót-
lega að bera á því, að löggæzlulið
hvers staðar var ekki lengur fært