Úrval - 01.10.1967, Side 110
108
ÚRVAL
eftir var ævinnar----------og þuldi
kafla úr verkum Chaucers.
Tilghman tókst að rekja slóð Bills
Doolins, forsprakka flokksins, til
gistihúss í Eureka Springs í Arkans-
asfylki. Hann fór þangað og kom
strax auga á hann, þegar hann kom
í gistihúsið. „Upp með hendurnar,"
sagði hann hvössum rómi og mið-
aði byssunni á þennan eftirlýsta af-
brotamann.
Doolin var svipað innanbrjósts og
dýri í búri, og hann lét sem hann
sæi ekki byssuna, sem miðað var á
hann, heldur greip eftir sinni byssu.
Tilghman greip um handlegg hon-
um, og þeir börðust upp á líf og
dauða í anddyrinu, sem tæmdist
fljótlega.
,,Doolin,“ sagði Tilghman biðjandi
rómi, „neyddu mig ekki til þess að
drepa þig.“
Þeir horfðust í augu. Doolin hafði
lengi gortað af því, að hann mundi
aldrei láta handtaka sig lifandi, en
hann hikaði nú, þegar hann horfðist
í augu við dauðann. Það slaknaði
smám saman á taugaspennu hans,
og hann lyfti höndunum hátt upp yf-
ir höfuð sér til merkis um uppgjöf.
Gistihússeigandinn tók við byssu
hans. Tilghman lét Doolin síðan
snúa sér upp að vegg, og svo leit-
aði hann á honum, þar eð hann ótt-
aðist, að hann hefði annað vopn á
sér falið. En svo reyndist ekki, og
þá smeygði hann handjárnum á
Doolin.
Það var nokkur tími, þangað til
lestin til Guthrie lagði af stað, og
Doolin bað um að fá að sækja föt
upp í herbergi sitt og taka út 100
dollara, sem hann ætti inni í bank-
anum. Tilghman varð við þessari
bón, og þá bar Doolin fram aðra.
Hann hafði framið bankarán í South
West City rétt handan við fylkja-
takmörk Missourifylkis, og í þeirri
viðureign hafði stjórnmálamaður
einn verið drepinn. Og nú óttaðist
Doolin það, að hann gæti átt það á
hættu, að hann yrði tekinn af lífi
án dóms og laga af æstum múg,
ef einhver lögreglustjóri í Missouri
krefðist þess, að hann yrði fram-
seldur.
„Leyfðu mér að ferðast með þér
án þess að bera handjárn," sagði
Doolin bænarrómi. „Og ég lofa því
up pá æru og trú, að ég skal ekki
stofna til neinna vandræða.“
Tilghman gerði sér grein fyrir því,
að það virtist í fljótu bragði vera
brjálæði að treysta orðum afbrota-
mannsins. En hann áleit, að hann
gæti treyst Doolin í þessu efni og tók
handjárnin af honum. Síðan sagði
hann við hann aðvörunarrómi: „Ef
þú reynir einhverjar brellur, Doolin,
þá verð ég að drepa þig. Það veiztu.“
Doolin stóð við loforð sitt. Hann
olli Tilghman ekki neinum frekari
vandræðum, og brátt voru þeir
komnir upp í lest á leið til Guthrie.
Á stöðinni í Guthrie höfðu safnazt
saman 5.000 áhorfendur til þess að
sjá þennan alræmda sakamann.
BRÉF FRÁ FORSETANUM
Flora dó skömmu síðar úr tær-
ingu, og var þetta Tilghman mik-
ið áfall. Hann gat ekki til þess
hugsað að vera áfram á búgarðinum,
sem þau höfðu búið á. Og því seldi
hann hann og flutti til Chandler. Að
nokkrum tíma liðnum kom hann á