Úrval - 01.10.1967, Síða 110

Úrval - 01.10.1967, Síða 110
108 ÚRVAL eftir var ævinnar----------og þuldi kafla úr verkum Chaucers. Tilghman tókst að rekja slóð Bills Doolins, forsprakka flokksins, til gistihúss í Eureka Springs í Arkans- asfylki. Hann fór þangað og kom strax auga á hann, þegar hann kom í gistihúsið. „Upp með hendurnar," sagði hann hvössum rómi og mið- aði byssunni á þennan eftirlýsta af- brotamann. Doolin var svipað innanbrjósts og dýri í búri, og hann lét sem hann sæi ekki byssuna, sem miðað var á hann, heldur greip eftir sinni byssu. Tilghman greip um handlegg hon- um, og þeir börðust upp á líf og dauða í anddyrinu, sem tæmdist fljótlega. ,,Doolin,“ sagði Tilghman biðjandi rómi, „neyddu mig ekki til þess að drepa þig.“ Þeir horfðust í augu. Doolin hafði lengi gortað af því, að hann mundi aldrei láta handtaka sig lifandi, en hann hikaði nú, þegar hann horfðist í augu við dauðann. Það slaknaði smám saman á taugaspennu hans, og hann lyfti höndunum hátt upp yf- ir höfuð sér til merkis um uppgjöf. Gistihússeigandinn tók við byssu hans. Tilghman lét Doolin síðan snúa sér upp að vegg, og svo leit- aði hann á honum, þar eð hann ótt- aðist, að hann hefði annað vopn á sér falið. En svo reyndist ekki, og þá smeygði hann handjárnum á Doolin. Það var nokkur tími, þangað til lestin til Guthrie lagði af stað, og Doolin bað um að fá að sækja föt upp í herbergi sitt og taka út 100 dollara, sem hann ætti inni í bank- anum. Tilghman varð við þessari bón, og þá bar Doolin fram aðra. Hann hafði framið bankarán í South West City rétt handan við fylkja- takmörk Missourifylkis, og í þeirri viðureign hafði stjórnmálamaður einn verið drepinn. Og nú óttaðist Doolin það, að hann gæti átt það á hættu, að hann yrði tekinn af lífi án dóms og laga af æstum múg, ef einhver lögreglustjóri í Missouri krefðist þess, að hann yrði fram- seldur. „Leyfðu mér að ferðast með þér án þess að bera handjárn," sagði Doolin bænarrómi. „Og ég lofa því up pá æru og trú, að ég skal ekki stofna til neinna vandræða.“ Tilghman gerði sér grein fyrir því, að það virtist í fljótu bragði vera brjálæði að treysta orðum afbrota- mannsins. En hann áleit, að hann gæti treyst Doolin í þessu efni og tók handjárnin af honum. Síðan sagði hann við hann aðvörunarrómi: „Ef þú reynir einhverjar brellur, Doolin, þá verð ég að drepa þig. Það veiztu.“ Doolin stóð við loforð sitt. Hann olli Tilghman ekki neinum frekari vandræðum, og brátt voru þeir komnir upp í lest á leið til Guthrie. Á stöðinni í Guthrie höfðu safnazt saman 5.000 áhorfendur til þess að sjá þennan alræmda sakamann. BRÉF FRÁ FORSETANUM Flora dó skömmu síðar úr tær- ingu, og var þetta Tilghman mik- ið áfall. Hann gat ekki til þess hugsað að vera áfram á búgarðinum, sem þau höfðu búið á. Og því seldi hann hann og flutti til Chandler. Að nokkrum tíma liðnum kom hann á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.