Úrval - 01.10.1967, Side 116
114
ÚRVAL
Síðan var henni snúið við með mikl-
um fyrirgangi og ekið á miklum
hraða aftur til bæjarins. Sá, sem
var í bifreiðinni, hafði einhvern
veginn orðið var við einhvern af
mönnum Tilghmans.
Eiturlyfjasalinn var ofsareiður
yfir að hafa tapað þessum dýrmæta
farmi og hélt á fund Wiley Lynn,
en hans starf var að greiða mútur
og ryðja úr vegi hindrunum til
þess að fyrirbyggja slík óhöpp.
Hann hundskammaði Lynn. Lynn
fylltist reiði, en reiði hans beindist
gegn nýja löggæzlumanninum. Það
var allt skorti hans á samvinnuvilja
að kenna, að svo illa hafði farið.
Það má segja, að það hafi nú ein-
mitt verið þjálfun og reyusla Tilgh-
mans, sem varð honum að falli.
Hann hafði vanizt því fyrir löngu
að fást við ofbeldisseggi, sem lifðu
samkvæmt lögmáli byssunnar. En
afbrotamennirnir í Villta Vestrinu,
nautasmalarnir, sem höfðu gerzt
afbrotamenn og eftirlýstir útlagar,
höfðu þrátt fyrir allt lifað í sam-
ræmi við einhverjar meginreglur.
Þær meginreglur voru ekki í fullu
samræmi við lög þjóðfélagsins, en
samt var um að ræða meginreglur,
sem þeir héldu sig við. Tilghman
virti þá fyrir það, og hann var far-
inn að búast við því af andstæðing-
um sínum, að þeir höguðu sér sam-
kvæmt þeim. Lævísleg svik og morð
að yfirlögðu ráði voru víðs fjarri
hugarheimi hans. Hann var alls
ekki við því búinn að snúast gegn
slíkum aðförum.
Næsta kvöld var Tilghman inni í
danssal Ma Murphy og sat þar við
skenkiborðið ásamt nokkrum vinum
sínum og drakk kaffi. Skyndilega
kvað við skot úti á götunni. Tilgh-
man renndi sér niður af stólnum og
lagði af stað í átt til dyranna.
„Ég skal gá, hvað er á seyði
þarna úti“, sagði einn gestanna.
„Það er mitt starf“, sagði Tilgh-
man. „Þú getur komið á eftir mér,
reiðubúinn til þess að koma mér til
hjálpar með byssunni þinni.“
Tilghman kom auga á Wiley
Lynn, þegar hann opnaði hurðina
og birtan inni fyrir lýsti upp gang-
stéttina fyrir utan. Lynn stóð þarna
riðandi á gangstéttarbrúnni með
byssu í hendinni. Tilghman þreif
byssuna úr hylkinu í flýti og hljóp
að Lynn í tveim skrefum. Viðbrögð
þessa sjötuga manns voru ekki al-
veg eins leiftursnögg og þau höfðu
áður verið, en enn þá voru þau
samt betri en viðbrögð andstæð-
ingsins, sem var mjög drukkinn.
Tilghman greip um úlnlið Lynns og
lyfti handlegg hans hátt upp yfir
höfuð honum, svo að byssuhlaupið
stefndi beint upp í loftið. Samtímis
því rak hann byssuhlaup sitt í síðu
Lynns.
„Takið af honum byssuna!“ kall-
aði Tilghman.
Næsti maður stökk til þeirra til
þess að þrífa byssuna af honum, og
Tilghman sleppti síðan takinu á
handlegg Lynns. „Þú ert drukkinn,
Wiley“, sagði hann. „Farðu nú
heim og legðu þig“.
Lynn svaraði þessu engu, heldur
tautaði eitthvað drafandi röddu.
Honum tókst að losa handlegginn,
sem Tilghman hélt í. Síðan greip
hann aðra byssu, sem fest var við