Úrval - 01.10.1967, Síða 116

Úrval - 01.10.1967, Síða 116
114 ÚRVAL Síðan var henni snúið við með mikl- um fyrirgangi og ekið á miklum hraða aftur til bæjarins. Sá, sem var í bifreiðinni, hafði einhvern veginn orðið var við einhvern af mönnum Tilghmans. Eiturlyfjasalinn var ofsareiður yfir að hafa tapað þessum dýrmæta farmi og hélt á fund Wiley Lynn, en hans starf var að greiða mútur og ryðja úr vegi hindrunum til þess að fyrirbyggja slík óhöpp. Hann hundskammaði Lynn. Lynn fylltist reiði, en reiði hans beindist gegn nýja löggæzlumanninum. Það var allt skorti hans á samvinnuvilja að kenna, að svo illa hafði farið. Það má segja, að það hafi nú ein- mitt verið þjálfun og reyusla Tilgh- mans, sem varð honum að falli. Hann hafði vanizt því fyrir löngu að fást við ofbeldisseggi, sem lifðu samkvæmt lögmáli byssunnar. En afbrotamennirnir í Villta Vestrinu, nautasmalarnir, sem höfðu gerzt afbrotamenn og eftirlýstir útlagar, höfðu þrátt fyrir allt lifað í sam- ræmi við einhverjar meginreglur. Þær meginreglur voru ekki í fullu samræmi við lög þjóðfélagsins, en samt var um að ræða meginreglur, sem þeir héldu sig við. Tilghman virti þá fyrir það, og hann var far- inn að búast við því af andstæðing- um sínum, að þeir höguðu sér sam- kvæmt þeim. Lævísleg svik og morð að yfirlögðu ráði voru víðs fjarri hugarheimi hans. Hann var alls ekki við því búinn að snúast gegn slíkum aðförum. Næsta kvöld var Tilghman inni í danssal Ma Murphy og sat þar við skenkiborðið ásamt nokkrum vinum sínum og drakk kaffi. Skyndilega kvað við skot úti á götunni. Tilgh- man renndi sér niður af stólnum og lagði af stað í átt til dyranna. „Ég skal gá, hvað er á seyði þarna úti“, sagði einn gestanna. „Það er mitt starf“, sagði Tilgh- man. „Þú getur komið á eftir mér, reiðubúinn til þess að koma mér til hjálpar með byssunni þinni.“ Tilghman kom auga á Wiley Lynn, þegar hann opnaði hurðina og birtan inni fyrir lýsti upp gang- stéttina fyrir utan. Lynn stóð þarna riðandi á gangstéttarbrúnni með byssu í hendinni. Tilghman þreif byssuna úr hylkinu í flýti og hljóp að Lynn í tveim skrefum. Viðbrögð þessa sjötuga manns voru ekki al- veg eins leiftursnögg og þau höfðu áður verið, en enn þá voru þau samt betri en viðbrögð andstæð- ingsins, sem var mjög drukkinn. Tilghman greip um úlnlið Lynns og lyfti handlegg hans hátt upp yfir höfuð honum, svo að byssuhlaupið stefndi beint upp í loftið. Samtímis því rak hann byssuhlaup sitt í síðu Lynns. „Takið af honum byssuna!“ kall- aði Tilghman. Næsti maður stökk til þeirra til þess að þrífa byssuna af honum, og Tilghman sleppti síðan takinu á handlegg Lynns. „Þú ert drukkinn, Wiley“, sagði hann. „Farðu nú heim og legðu þig“. Lynn svaraði þessu engu, heldur tautaði eitthvað drafandi röddu. Honum tókst að losa handlegginn, sem Tilghman hélt í. Síðan greip hann aðra byssu, sem fest var við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.