Úrval - 01.10.1967, Side 119
DAUÐAGANGAN Á BATAANSKAGA
117
varnarliðinu á Bataanskaga tekizt
að verjast árásum Japana. Þetta
höfðu verið erfiðir reynslumánuðir.
í marzmánuði skipaði Roosevelt
forseti MacArthur að reyna að kom-
ast undan til Ástralíu. Jonathan M.
Wainwright kom í hans stað á Fil-
ippseyjum, en King hershöfðingi og
þaulreyndur stórskotaliðsstjóri tók
við vörnum í bækistöðinni á Bata-
anskaga. Herliðið þar var nú endur-
skipulagt og gefið nafnið Luzonlið-
ið. í því voru 66.000 filippseyskir
hermenn, en þeim til styrktar og
stjórnar voru tæpir 12.000 Banda-
ríkjamenn.
Strax og liðið komst til Bataan-
skaga, var matarskammtur mann-
anna minnkaður um helming, en
þessir hungruðu menn fengu samt
sjaldan hálfan matarskammt. Við
hungrið bættust svo sjúkdómarnir,
ákafur niðurgangur, blóðkreppusótt
og næringarskortsjúkdómurinn
beriberi. Þegar komið var fram í
aprílmánuð, var tala sjúkra og
særðra í sjúkraskýlum á Bataan
komin upp í 24.000. Bardagahæfni
liðsins var álitið vera rétt aðeins
yfir 20% 1 miðjum marz, en var nú
tekin að nálgast núll.
Frekara viðnám mundi aðeins
hafa allsherjarslátrun herliðsins í för
með sér. King hershöfðingi tók því
þá erfiðu ákvörðun að gefast upp.
Hann sendi tvo liðsforingja fram
fyrir víglínuna með hvítan friðar-
fána til þess að semja um fund yfir-
manna liðanna. Að því loknu leið
ekki á löngu, þangað til hann hóf
viðræður við Motoo Nakayama of-
ursta einn helzta undirmann Homma
hershöfðingja í aðalbækistöðvum
Japana.
King tók það fram, að menn hans
væru sjúkir, langhungraðir og að
þrotum komnir. Hann sagðist vona,
að hann mætti flytja þá frá Bataan
í eigin farartækjum til hvers þess
staðar, sem Japanir veldu. Og hann
fór fram á einhverja tryggingu fyrir
því, að reglum Genfarssáttmálans
um meðferði fanga yrði hlýtt.
Nakayama sagði, að King yrði að
gefast upp skilyrðislaust. Sérhvert
augnablik sem King dró skilyrðis-
lausa uppgjöf á langinn, hafði í för
með sér fleiri dauðsföll, því að hann
gat jafnvel heyrt stöðugan orustu-
gný, meðan hann fór bónarveginn
að Nakayma. Um hádegisbil sam-
þykkti hann loksins að gefast upp
skilyrðislaust. Eina viðbragðið við
hinum endurteknu tilraunum Kings
til þess að tryggja öryggi manna
sinna var þessi eina fullyrðing
Nakayama: „Keisaralegi japanski
herinn er ekki samansafn villi-
manna."
í augum Japana var það algert
aukaatriði, hvað gera skyldi við
bandaríska og filippseyska liðið,
sem tekið var höndum á Bataan-
skaga. Aðalviðfangsefni þeirra var
að halda áfram að leggja undir sig
Filippseyjar.
Samkvæmt áætlunum Japana um
brottflutning herliðsins frá Bataan
átti fyrst að safna því saman í
Balanga, lítilli borg við Manilla-
flóann, en hún er við þjóðveginn,
sem liggur út á Bataanskaga. Þar
átti að flokka fangana og selflytja
þá síðan 31 mílu leið til bæjarins
San Fernando inni á miðri Luzon-