Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 119

Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 119
DAUÐAGANGAN Á BATAANSKAGA 117 varnarliðinu á Bataanskaga tekizt að verjast árásum Japana. Þetta höfðu verið erfiðir reynslumánuðir. í marzmánuði skipaði Roosevelt forseti MacArthur að reyna að kom- ast undan til Ástralíu. Jonathan M. Wainwright kom í hans stað á Fil- ippseyjum, en King hershöfðingi og þaulreyndur stórskotaliðsstjóri tók við vörnum í bækistöðinni á Bata- anskaga. Herliðið þar var nú endur- skipulagt og gefið nafnið Luzonlið- ið. í því voru 66.000 filippseyskir hermenn, en þeim til styrktar og stjórnar voru tæpir 12.000 Banda- ríkjamenn. Strax og liðið komst til Bataan- skaga, var matarskammtur mann- anna minnkaður um helming, en þessir hungruðu menn fengu samt sjaldan hálfan matarskammt. Við hungrið bættust svo sjúkdómarnir, ákafur niðurgangur, blóðkreppusótt og næringarskortsjúkdómurinn beriberi. Þegar komið var fram í aprílmánuð, var tala sjúkra og særðra í sjúkraskýlum á Bataan komin upp í 24.000. Bardagahæfni liðsins var álitið vera rétt aðeins yfir 20% 1 miðjum marz, en var nú tekin að nálgast núll. Frekara viðnám mundi aðeins hafa allsherjarslátrun herliðsins í för með sér. King hershöfðingi tók því þá erfiðu ákvörðun að gefast upp. Hann sendi tvo liðsforingja fram fyrir víglínuna með hvítan friðar- fána til þess að semja um fund yfir- manna liðanna. Að því loknu leið ekki á löngu, þangað til hann hóf viðræður við Motoo Nakayama of- ursta einn helzta undirmann Homma hershöfðingja í aðalbækistöðvum Japana. King tók það fram, að menn hans væru sjúkir, langhungraðir og að þrotum komnir. Hann sagðist vona, að hann mætti flytja þá frá Bataan í eigin farartækjum til hvers þess staðar, sem Japanir veldu. Og hann fór fram á einhverja tryggingu fyrir því, að reglum Genfarssáttmálans um meðferði fanga yrði hlýtt. Nakayama sagði, að King yrði að gefast upp skilyrðislaust. Sérhvert augnablik sem King dró skilyrðis- lausa uppgjöf á langinn, hafði í för með sér fleiri dauðsföll, því að hann gat jafnvel heyrt stöðugan orustu- gný, meðan hann fór bónarveginn að Nakayma. Um hádegisbil sam- þykkti hann loksins að gefast upp skilyrðislaust. Eina viðbragðið við hinum endurteknu tilraunum Kings til þess að tryggja öryggi manna sinna var þessi eina fullyrðing Nakayama: „Keisaralegi japanski herinn er ekki samansafn villi- manna." í augum Japana var það algert aukaatriði, hvað gera skyldi við bandaríska og filippseyska liðið, sem tekið var höndum á Bataan- skaga. Aðalviðfangsefni þeirra var að halda áfram að leggja undir sig Filippseyjar. Samkvæmt áætlunum Japana um brottflutning herliðsins frá Bataan átti fyrst að safna því saman í Balanga, lítilli borg við Manilla- flóann, en hún er við þjóðveginn, sem liggur út á Bataanskaga. Þar átti að flokka fangana og selflytja þá síðan 31 mílu leið til bæjarins San Fernando inni á miðri Luzon-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.