Úrval - 01.10.1967, Page 126
124
ÚRVAL
þá að engin leið var að komast til
fjarlægra hnatta, nema að fara það
í eldflaug. Þessvegna fór ég að reyna
að búa mér til eldflaugarlíki.
Eldflaugarnar mínar voru fylltar
af eldspýtnahöfðum og ljósmynda-
filmum, og gátu farið fimm hundr-
uð til þúsund fet í loft upp, og flog-
ið nokkur hundruð metra. Ef til
vill hefði ég haldið þessu verki
áfram ef ég hefði ekki fengið und-
arlega veiki. Ég lagðist og lá í ár.
Um þetta leyti var ég orðinn þó
nokkuð æfður froskmaður. Ég var
einn af hinum fyrstu í Liepaja, sem
lærði þetta. Einu sinni sá ég litla
marglyttu, sem var frábrugðin öðr-
um, sem ég hafði séð. Hún var á
að gizka 6 cm í þvermál og var
með brúnan kross á baki. Ég náði
mér í nokkrar af þessari tegund,
fór með þær heim og setti í fiska-
búr, sem ég átti og hafði sjálfur gert.
Daginn eftir gat ég hvorki hrært
legg né lið og hafði sára kvöl í
bakinu. Svo lá ég í rúminu í marga
mánuði lamaður. Ég komst að því
seinna að þetta var litlu marglitt-
unum mínum að kenna, þær voru
eitraðar.
Þegar mér fór að skána svo að
ég gat haldið á bók, fór ég aftur
að lesa um stjörnufræði, og nú las
ég vísindarit um þetta efni. Þegar
faðir minn sá hve gaman ég hafði
af þessu, keypti hann handa mér
góðan hermannakíki. Þá gat ég séð
stjörnur, sem ósýnilegar eru berum
augum. Ég gat ekki komizt í skól-
ann, en ég las skólabækurnar í
rúminu. Móðir mín hjálpaði mér.
Þegar sumarið næsta á eftir rann
upp, var mér batnað. Ég mátti bæði
ganga, hlaupa og synda. Einu sinni,
þegar ég var staddur í Riga, fór
ég inn í rannsóknastofu þá í stjörnu-
eðlisfræði, sem þar er, til þess að
segja forstöðumönnum hennar frá
áhuga mínum á stjörnufræði, og
reyna að fá hjá þeim leiðbeiningar
um það hvernig bezt væri fyrir mig
að haga námi mínu.
Dr. Jan Ikauniek, forstjóri stofn-
unarinnar, hlustaði á mig með at-
hygli, og spurði mig svo nokkurra
spurninga um stjörnufræði. Ég svar-
aði þeim greiðlega, og sá ég á hon-
um að honum líkaði vel, og ég herti
upp hugann og mæltist til að fá
eitthvert verkefni.
Ég var beðinn að gera athuganir
á einni einstakri stjörnu — en það
var Delta í Cepheus — og svo átti
ég að gera línurit, sem sýndi breyt-
ingar á birtumagni stjörnunnar frá
upphafi athugananna til jafnlengd-
ar næsta ár.
Cepheidurnar eru stjörnuþyrp-
ing, sem skiptir um ljósmagn í sí-
fellu. Þær hafa verið rannsakaðar
gaumgæfilega, og ég sá í hendi mér,
að með þessu var verið að prófa
hvað ég gæti og kynni, hve sam-
vizkusamur ég væri, áreiðanlegur
og úthaldsgóður. Raunar var ég
ekki nema ellefu ára gamall skóla-
drengur, sem hafði leyft sér að bjóða
þessari vísindastofnun „aðstoð"
sína.
Þetta varð mér erfið raun. Á
hverju kvöldi þegar heiðskírt var
orðið á þeim hluta himinsins, þar
sem stjörnuna mína var að finna,
varð ég að mæta til þess að athuga
hana. Þetta var versta verk, og ég
varð að standa og reigja höfuðið