Úrval - 01.10.1967, Page 127
RÁÐNING GÁTUNNAR UM ...
125
aftur á hnakka og horfa beint upp
í loftið', og leita svo að nálægum
stjörnum, svo ég gæti borið saman
birtu þeirra og birtu Deltu í Cephei.
En ég gafst ekki upp, og ári seinna
færði ég rannsóknarstofunni ná-
kvæma skýrslu um breytingar á
ljósmagni stjörnunnar.
í þetta skipti var mér fjarska vel
tekið, og ég var jafnvel gerður að
félaga í stj örnumælingafélagi Sovét-
ríkjanna. Líklega hef ég verið yngst-
ur af öllum í því félagi, því ég var
aðeins tólf ára.
Nú var mér fengið nýtt verkefni
ég átti að athuga tvær stjörnur
aðrar, sem áttu heita órannsakað-
ar.
Þegar því verki var lokið, var mér
sagt að aðalverkefni þessarar stofn-
unar á því ári alþjóðlegra jarðeðl-
isrannsókna, sem þá var að hefjast,
mundi verða að athuga lýsandi nœt-
urský. Ég beið ekki boðanna, en fór
þegar í stað að lesa mér til um
þetta.
Lýsandi næturský eru sj aldgæft og
undarlegt fyrirbrigði, sem varla
kemur fram nema á norðlægum
breiddargráðum. Þau eru í 90.000
m. hæð h.u.b., og geysast fram með
280 km. hraða á klukkutíma. Svo
undarlega vill til að þau sjást að-
eins á sumri og aldrei fyrr en eftir
sólsetur. Stundum eru þau svo
dauf að ekki sjá þau nema æfðir
stjörnuskoðarar, stundum svo björt
að lesa má á bók við skin þeirra.
Þau geta tekið á sig ýmsar myndir,
verið eins og vindill í lögun, eða
eins og sagarblað, eða röndótt eða
gormlaga.
Þegar mér var fenginn þessi starfi,
gat enginn sagt til um það hvenær
þau mundu birtast, og margs var
getið sér til um eðli þeirra og or-
sakir. Mig sárlangaði til að mega
taka þátt í þessum rannsóknum, og
í djúpi hugarins duldist sú von að
ef til vildi mundi mér takast að
finna eitthvað, sem öðrum tókst
ekki að finna, og jafnvel að leysa
gátuna. Bað ég því forstjóra stjörnu-
rannsóknarstofnunarinnar að ráða
mig til að gera athuganir við leit-
arstöðina Sigulda.
Sigulda leitarstöðin er lítið hús,
og mátti skjóta einum veggnum frá,
en þar fyrir innan var ljósmynda-
vél, sem beint var til lofts. Á hana
mátti taka myndir á löngum tíma,
svo að jafnvel dauf og fjarlæg ský
urðu vel greind þó að þau væru í
mörg hundruð kílómetra fjarlægð.
Þessar athuganir þörfnuðust stöð-
ugrar aðgæzlu alla liðlanga nótt-
ina unz dagur rann. Stundum varð
ég að gera þetta allt einn. Við hlið-
ina á sæti athugandans var útvarps-
tæki sem stillt var á stöðina í
Nauen, og sagði nákvæmlega til
um tíma svo ekki skeikaði um sek-
úndu .Ég hafði tímamæli í hendinni.
Með hinni hendinni átti ég að opna
fyrir filmuna á ljósmyndavélinni,
og að færa athuganirnar inn í bók
um leið; hitastig loftsins, loftþrýst-
inginn, tímann sem myndirnar voru
teknar á, hvirfilhvolfið, sem ljós-
myndavélin miðaði á, og ýmislegt
annað. Allt varð þetta að gerast
með ýtrustu nákvæmni, því athug-
anir, sem gerðar voru í Sigulda áttu
að falla saman við athuganir, sem
gerðar voru í Tartu og Tallin. Ef
einhverju skeikaði, þó litlu væri,