Úrval - 01.07.1968, Page 5
Úrval
Sniglar
eru
furðudýr
Þeir finnast víðs vegar
um heim, þar sem gras
þrífst, jafnt í skugga-
skjólum frumskóganna,
eyðimörkum heittempr-
uðu svæðanna, í hlíðum og fjalla-
dölum tempruðu beltanna og þeir
klífa tré á fenjasvæðum Florida-
skagans (Everglades National
Park). Þeir vinna mönnum gag'n
eða ógagn, gagnið gera ýmsar teg-
undir þeirra með því að nöfn þeirra
skreyta matseðla hinna dýrustu hót-
ela og gefa þar með til kynna, að
ósvikið lostæti sé þar á borð bor-
ið, — en ógagn gera þeir með því
að valda stórtjóni í matjurtagörð-
um, þar sem þeir skemma kál og
ýmsar fleiri jurtir, sem þeir éta.
Landsniglar urðu til fyrir mörg-
um milljónum ára síðan, hafa
dreifzt hvarvetna um jörðina nema
kuldabeltin og af þeim finnast nú
u. þ. b. 18000 tegundir. Sæsniglarn-
ir eru vitanlega þaðan af eldri, en
ekki eins vel rannsakaðir.
Venjulegur landsnigill er furðu-
skepna á margan hátt. Hann hefur
enga innri beinagrind og er að
mestu leyti vöðvaknippi. Þeir eru
smáir og viðkvæmir að sjá, en þó
getur ein tegund þeirra, Helix po-
matia, borið 12-faldan þunga sinn
mjög auðveldlega og hann getur
Headers Digesí.
3