Úrval - 01.07.1968, Page 12
Nú á dögum eru safnarar reiðubúnir að borga síhœkkandi verð
fyrir eftirsótt rithandarsýnishorn og eiginliandarántanvr
frægra rnanna, handskrifuð bréf með eiginhandarundirskrift
eða ýmiss konar handrit, en ekki aðeins rvssuð nöfn á
myndir eða bréfsnifsi.
Verðmætar
eiginhandaráritanir
Eftir ANN HUXLEY
BÞegar Peter Croft,
starfsmaður hjá upp-
boðshöldurunum Sothe-
by‘s í Lundúnum, var
að blaða í gamalli,
handskrifaðri ljóðabók árið 1964,
tók hann eftir því, að nokkrar blað-
síður voru skrifaðar með annarri
rithönd en hinar síðurnar. Bókin
var ein af ýmsum gripum, sem
Croft var að skoða vegna uppboðs,
sem átti brátt að halda hjá Sothe-
by's. Hann vissi, að bók þessi hafði
verið keypt fyrir 58 shillinga árið
1848. En strax og hann sá rithönd-
ina á þessari tylft blaðsíðna, gerði
hann sér grein fyrir því, að hann
hefði fundið sjaldgæfan bókmennta-
legan dýrgrip frá 17. öld.
Croft var sérfræðingur á þessu
sviði, og því hafði hann tafarlaust
þekkt þarna rithönd Roberts Herr-
isks, eins bezta ljóðræna ljóðskálds
Englands! Það höfðu aðeins fund-
izt 15 sýnishorn af rithönd Herr-
icks, svo að uppgötvun Crofts vakti
geysilega athygli. Og á uppboði
seldist ljóðahandrit þetta á 34.000
sterlingspund.
Nú á dögum eru safnarar reiðu-
búnir að borga síhækkandi verð
fyrir eftirsótt rithandarsýnishorn og
eiginhandaráritanir frægra manna,
handskrifuð bréf með eiginhandar-
undirskrift eða ýmiss konar handrit,
en ekki aðeins rissuð nöfn á mynd-
ir eða bréfsnifsi. Það var hægt að
kaupa sendibréf, skrifað af Charles
10
Headers Digest