Úrval - 01.07.1968, Síða 15
VERÐMÆTAR EIGINHANDARÁRITANIR
13
orðum: „Bjargaðu mér, bjargaðu
mér, ég bið þig þess á hnjánum,
bjargaðu mér irá sjáifum mér. Ef
svar þitt er í samræmi við óskir
mínar, sem ég bið, að Guð megi
gefa, vegna fullvissunnar um, að
þú ert mín á ný, þá er ekkert í þess-
um heimi, sem ég mun ekki gera.“
Það er ekki aðeins nafnið, sem
undir bréfinu stendur, sem ákvarð-
ar verðmæti þess, heldur einnig
innihald bréfsins sjálfs. Ljóðskáld-
ið John Keats, útjós öllu hjarta
sínu í bréfum þeim, sem hann skrif-
aði til hinnar 19 ára gömlu Fanny
Brawne, þegar hann lá dauðsjúkur
af berklum rúmlega tvítugur að
aldri. Eftirfarandi línur sýna það
ljóslega: ,,Mig hefur undrað það, að
menn deyja sem píslarvottar fyrir
trú sína. Mig hefur hryllt við þeirri
hugsun, Nú hryllir mig ekki lengur
við henni. Ég gæti dáið píslarvætt-
isdauða fyrir trú mína. Ástin er trú
mín. Þú hefur hrifið mig burt með
krafti, sem ég fæ ekki staðizt."
Þegar slíkir dýrgripir koma á
markaðinn, sem er reyndar mjög
sjaldgæft, seljast þeir fyrir geypi-
verð, en nöfn leiðinlegri bréfrit-
ara birtast aftur á móti oft í sölu-
skrám uppboðshaldara og forn-
bókasala.
Einn slíkra er ljóðskáldið Robert
Browning, sem skrifaði í þessum
dúr: „Kæra Dorothea, einnig, kæra
móðir sömu. Ég er viss um, að þið
munuð geta hjálpað mér með því
að segja með ykkar eigin góðu orð-
um það, sem ég óska, að ég væri
fær um að segja með mínum eig-
in orðum, . . . hversu mjög ég hef
glaðzt af hinni unaðsfögru blóma-
gjöf, sem þið hafið sent mér báðar
tvær. . . . “
Sir Winston Churchill, sem fékk
heila holskeflu af kveðjum frá
ókunnugu fólki á afmælisdaginn
sinn, skrifaði ætíð eitt svarbréf,
sem þúsundir bréfa voru svo prent-
uð eftir. Fólkið, sem fékk þessi
prentuðu samrit, metur þau auð-
vitað mjög mikils, en þau hafa samt
ekkert verðmæti fyrir safnara. En
eiginhandarplögg Churchills frá
yngri árum hans, þ. e. áður en hann
varð frægur, eru aftur á móti mjög
verðmæt. Bréf, sem hann skrifaði
frá Suður-Afríku á dögum Búa-
stríðsins, var nýlega selt fyrir 750
sterlingspund, og minnisbók, sem
hann hripaði í ýmislegt viðvíkjandi
námi sínu í Sandhurst, var seld á
1300 sterlingspund.
Eiginhandaráritanir brezkra
stjórnmálamanna, sem eru enn á
lífi, hafa mjög lítið markaðsgildi,
jafnvel þótt um forsætisráðherra sé
að ræða. Sama er yfirleitt að segja
um undirskriftir, sem klipptar hafa
verið úr ýmsum plöggum.
Þegar um svo sjaldgæfar eigin-
handaráritanir er að ræða, að þær
eru aldrei boðnar til sölu, þá er jafn-
vel stundum um að ræða áhuga
manna á meðal fyrir fölsunum
slikra eiginhandaráritana. Aðeins
sex staðfestar eiginhandaráritanir
Shakespeares hafa enn fundizt, og
eru þær allar á opinberum skjöl-
um. Engum hefur tekizt að finna
bréf, undirritað af honum né eitt
einasta blað úr nokkru af frum-
handritunum að leikritum hans. En
fölsuð eiginhandarundirskrift
Shakespeares selst samt á 20 steri-