Úrval - 01.07.1968, Síða 15

Úrval - 01.07.1968, Síða 15
VERÐMÆTAR EIGINHANDARÁRITANIR 13 orðum: „Bjargaðu mér, bjargaðu mér, ég bið þig þess á hnjánum, bjargaðu mér irá sjáifum mér. Ef svar þitt er í samræmi við óskir mínar, sem ég bið, að Guð megi gefa, vegna fullvissunnar um, að þú ert mín á ný, þá er ekkert í þess- um heimi, sem ég mun ekki gera.“ Það er ekki aðeins nafnið, sem undir bréfinu stendur, sem ákvarð- ar verðmæti þess, heldur einnig innihald bréfsins sjálfs. Ljóðskáld- ið John Keats, útjós öllu hjarta sínu í bréfum þeim, sem hann skrif- aði til hinnar 19 ára gömlu Fanny Brawne, þegar hann lá dauðsjúkur af berklum rúmlega tvítugur að aldri. Eftirfarandi línur sýna það ljóslega: ,,Mig hefur undrað það, að menn deyja sem píslarvottar fyrir trú sína. Mig hefur hryllt við þeirri hugsun, Nú hryllir mig ekki lengur við henni. Ég gæti dáið píslarvætt- isdauða fyrir trú mína. Ástin er trú mín. Þú hefur hrifið mig burt með krafti, sem ég fæ ekki staðizt." Þegar slíkir dýrgripir koma á markaðinn, sem er reyndar mjög sjaldgæft, seljast þeir fyrir geypi- verð, en nöfn leiðinlegri bréfrit- ara birtast aftur á móti oft í sölu- skrám uppboðshaldara og forn- bókasala. Einn slíkra er ljóðskáldið Robert Browning, sem skrifaði í þessum dúr: „Kæra Dorothea, einnig, kæra móðir sömu. Ég er viss um, að þið munuð geta hjálpað mér með því að segja með ykkar eigin góðu orð- um það, sem ég óska, að ég væri fær um að segja með mínum eig- in orðum, . . . hversu mjög ég hef glaðzt af hinni unaðsfögru blóma- gjöf, sem þið hafið sent mér báðar tvær. . . . “ Sir Winston Churchill, sem fékk heila holskeflu af kveðjum frá ókunnugu fólki á afmælisdaginn sinn, skrifaði ætíð eitt svarbréf, sem þúsundir bréfa voru svo prent- uð eftir. Fólkið, sem fékk þessi prentuðu samrit, metur þau auð- vitað mjög mikils, en þau hafa samt ekkert verðmæti fyrir safnara. En eiginhandarplögg Churchills frá yngri árum hans, þ. e. áður en hann varð frægur, eru aftur á móti mjög verðmæt. Bréf, sem hann skrifaði frá Suður-Afríku á dögum Búa- stríðsins, var nýlega selt fyrir 750 sterlingspund, og minnisbók, sem hann hripaði í ýmislegt viðvíkjandi námi sínu í Sandhurst, var seld á 1300 sterlingspund. Eiginhandaráritanir brezkra stjórnmálamanna, sem eru enn á lífi, hafa mjög lítið markaðsgildi, jafnvel þótt um forsætisráðherra sé að ræða. Sama er yfirleitt að segja um undirskriftir, sem klipptar hafa verið úr ýmsum plöggum. Þegar um svo sjaldgæfar eigin- handaráritanir er að ræða, að þær eru aldrei boðnar til sölu, þá er jafn- vel stundum um að ræða áhuga manna á meðal fyrir fölsunum slikra eiginhandaráritana. Aðeins sex staðfestar eiginhandaráritanir Shakespeares hafa enn fundizt, og eru þær allar á opinberum skjöl- um. Engum hefur tekizt að finna bréf, undirritað af honum né eitt einasta blað úr nokkru af frum- handritunum að leikritum hans. En fölsuð eiginhandarundirskrift Shakespeares selst samt á 20 steri-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.