Úrval - 01.07.1968, Síða 16
14
ÚRVAL
ingspund nú á dögum, svo íramar-
lega sem hún er fölsuð af W, H.
Ireland.
GÓÐAR FALSANIR
Þessi furðulegi, ungi maður
blekkti helming Lundúnabúa á síð-
ari hluta átjándu aldar með því að
falsa nokkur blöð úr „Hamlet“,
handrit að „Lear konungi" og jafn-
vel nýtt „Shakespeareleikrit", sem
bar heitið „Vortigern og Rowena".
Það var sviðsett í Drury Lane-leik-
húsinu af leikritaskáldinu Richard
Brinsley Sheridan, en áhorfendur
hrópuðu það niður eftir eina sýn-
ingu. Stutt bréf frá Sheridan um
sviðsetningu þessa var selt á upp-
boði hjá Sotheby‘s í júlí í fyrra á
180 sterlingspund.
Það er ekki alveg útilokað, að
uppi á hanabjálkalofti heima hjá
þér kunni að leynast gömul hand-
rit og alls konar plögg, sem safnar-
ar hafa áhuga á: t. d. bréf frá her-
mönnum, sem börðust á vígvöllun-
um, Krímstríðinu og Búastríðinu,
bréf innflytjenda til Kanada eða
Bandaríkjanna á 18. eða fyrri hluta
19. aldar, sem lýsa lífi landnem-
anna, dagbækur með lýsingu á
ferðalögum, sem farin voru íyrir
a. m. k. 100 árum. Bandarískir skól-
ar og háskólar vilja mjög gjarnan
kaupa hver þau bréfasöfn, sem
kunna að auðvelda störf þeirra,
sem vinna að rannsóknum á ýms-
um sviðum, jafnvel þótt bréfritarar
séu algerlega óþekktar persónur.
Ef þú ákveður á hinn bóginn að
eiga sjálfur þau plögg, sem þú finn-
ur, skaltu meðhöndla þau af var-
úð. Versta meðferðin er fólgin í
því að ramma plaggið inn og hengja
það upp á vegg, því að sterk birta
deyfir smám saman blek. Eigin-
handarplögg ætti ekki að vefja sam-
an, heldur geyma þau flöt og hand-
fjatla þau sem allra minnst. Lang-
samlega bezt er að geyma sérhvert
plagg í sérstakri möppu og leggja
hana inn í bók til geymslu. Illa rif-
in blöð er hægt að gera við með
gagnsæju límbandi til þess að forð-
ast frekari skemmdir. Sé daufri
upplausn af hlaupi (gelatini) strok-
ið yfir pappír, sem farinn er að
skemmast, mun slíkt styrkja hann.
En það er ekki mælt með bréfa-
klemmum eða heftiklemmum.
Málmur ryðgar og skilur eftir
merki sín á pappírnum, Séu trosn-
aðar brúnir bréfs snyrtar til með
klippingu eða skurði, dregur slíkt
úr verðmæti bréfsins.
Hvernig á byrjandi að fara að
því að koma sér upp safni eigin-
handarplagga, sem mun vaxa að
verðmæti, er tímar líða?
„Leyndar.dómurinn er fólginn í
því að sérhæfa sig á einhverju
vissu sviði í söfnuninni,“ segir
Winifred Myers, einn af þekktustu
kaupmönnum í þessari grein í Bret-
landi. „Safn samstæðra plagga er
meira virði en safn algerlegra ósam-
stæðra plagga, sem safnað hefur
verið af handahófi. Og það er enn
nægilegt svigrúm fyrir þá, sem
vilja sérhæfa sig á ýmsum sviðum
í söfnun sinni.“
Brezkir safnarar hafa alltaf met-
ið eiginhandarplögg skapandi lista-
manna og mikilla hugsuða mjög
mikils. Safnarar eru þegar farnir
að v°rða sólgnir í athyglisverð bréf