Úrval - 01.07.1968, Page 24
22
ÚRVAL
annar hefur komizt til jafns við og
hafði geysimikil áhrif. Þó var hann
alla ævi sami rétti og slétti garð-
yrkjumaðurinn. Konungurinn aðl-
aði hann, þegar Le Notre var 62
ára og var hann þá spurður, hvern-
ig skjaldarmerki hann vildi taka
sér. Hann svaraði: „Ég hef átt
skjaldarmerki lengi. Það er þrír
sniglar með kálhöfuð. En ekki má
ég gleyma skóflunni minni. Henni
á ég allan minn heiður að þakka,“
Övenjuleg hjólbaröaþjónusta.
Samband austurriskra bifreiðaeigenda hefur fundið upp alveg nýja
og mjög írumiega aðferð til þess að tryggja öruggari akstur öku-
manna í Vínarborg. Eftirlitsmenn í einkennisbúningi ganga um götur
borgarinnar og skoða hjólbarða á bifreiðum, sem lagt hefur verið.
Þessi þjónusta er framkvæmd einn mánuð á ári hverju, ökumönnum
að kostnaðarlausu, og gagnsemi hennar hefur verið sönnuð á óyggj-
andi hátt nú Þegar, þar eð 41% allra bíla, sem athugaðir haifa verið,
hafa reynzt hafa a.m.k. einn gallaðan hjólbarða. Þegar eftirlitsmaður
kemur auga á slitinn hjólbarða, sem er orðinn helzt til sléttur, limir
hann lítinn tilkynningarmiða undir „vinnukonuna”. Nliðinn er í lag-
inu eins og bíll. Eftirlitsmaðurinn gefur til kynna, hvaða hjólbarða
verði að skipta um. Hann gerir það bara með þvi að rífa það hjól af
pappírsbílnum. Aftan á tilkynningarmiðanum stendur þessi klausa:
„Vinsamlegast afsakið, hve við höfum gert okkur heimakomna í
bílnum yðar. Tiigangur okkar var góður, nefnilega sá að vekja athygli
yðar á ástandi hjólbarða bifreiðar yðar. Góðir hjólbarðar auka ör-
yggi, og öryggi verndar líf yðar. Hjólbarðamynstrið verður að vera
í fullkonmu lagi, að öðrum kosti verðið þér ábyrgur fyrir þeim meiðsl-
um á mönnum, sem gallaðir hjólbarðar geta valdið. Gjörið svo vel
og skiptið um þann hjólbarða, sem við höfum gefið til kynna með Því
að rifa af miða þessum. Gerið Það í dag .... á morgun kann það að
vera orðið of seint”.
Schweizer Illustrierte.
Sannur fuglavinur
Það er dásamlegt. að vita til þess, hve sUmu fólki þyikir vænt um
fugla og upp á hverju það finnur til þess að hjálpa þeim á veturna.
Ein gömul kona ætlaði að skilja eftir disk með spaghettiafgöngum á
úti í snjónum handa vinum sínum litlu. Þá datt henni allt. í einu í hug,
að fuglarnir sæju kannske ekki hvíta spaghettið á hvíta diskinum í
snjónum svo að hún gerði sér lítið fyrir og litaði það bleikt með
ávaxtalit.
L. S.
Bros kostar minna en rafmagn og veitir meiri birtu.
Skozkur málshátlur.