Úrval - 01.07.1968, Page 34
32
ÚRVAL
gaus upp feiknlegur reykjarstrók-
ur.
Fólk hljóp um og æpti, að Vesú-
víus væri byrjaður að gjósa. Allir
sem nokkur tök höfðu á að taka til
fótanna, hlupu út á strætin. Þetta
var á sjöundu stundu að rómversk-
um tíma. Tortímingin hafði hafizt.
Borginni hafði verið valinn stað-
ur á höfða einum milli tveggja
lækja eða árspræna og hefur þar
sjálfsagt ráðið fegurðarsjónarmið,
því að útsýni var þarna fagurt. Þar
sem toppur fjallsins hreinlega
sprakk af því, var eðlilegt að hraun-
leðjan leitaði fyrst niður eftir gilja-
eða árdrögunum. Innan örskammr-
ar stundar rann því hraunstraum-
urinn beggja vegna við Herculane-
um, þar sem áður höfðu runnið
árnar. Borgin var því eins og eyja
inni í hraunflóðinu. Það stóð þó
ekki lengi, því að hraunstraumur-
inn jókst og kaffærði borgina alla,
svo vandlega, að hennar sáust eng-
in merki, og þarna hefur hún leg-
ið síðan 40 til 60 fet undir jörðu.
Þegar þetta var að ske, var að
byrja að rigna ösku yfir Pompeii og
það leið ekki á löngu þar til einnig
sú borg lá grafin undir ösku og
vikri. Hún grófst þó ekki nema 23
fet undir yfirborðið og hennar sá-
ust nokkur merki, þannig að greint
varð hvar hún hefði verið og hversu
stór hún hafði verið.
Þrýstingurinn sem fylgdi hraun-
flóðinu var mjög misjafn. Sums
staðar ruddi flóðið um þykkum
steinveggjum og styttum og flutti
allt með sér, en á öðrum stöð-
um braut það ekki einu sinni
egg og fyllti herbergi án þess að
Húsmunir oq verkfæri eru á sínum
staö.