Úrval - 01.07.1968, Page 35
HINN LANGI SVEFN
33
hagga við pottunum á hlóðunum.
Til allrar hamingju tók það hraun-
leðjuna lengri tíma að ná til Her-
culaneum heldur en öskuna að
leggjast yfir Pompeii.
Þeir, sem grófu Pompeii upp hafa
fundið Pompeiibúa, sem höfðu ver-
ið í andarslitrunum, þegar askan
lagðist yfir; það gerðist svo snöggt
þar, en í Herculaneum hafði fólk
tækifæri til að hlaupa undan hraun-
leðjunni og forða sér, Þeir, sem
ekki fengu tækifæri til þess og urðu
hrauninu að bráð segja litla sögu,
því að hold þeirra hefur brunnið
til ösku og eftir hafa aðeins orðið
nokkrar beinagrindur.
Aðeins einn sjónarvottur að þess-
um atburðum, hefur sagt frá þeim,
svo okkur komi að gagni; Plyni
yngri lýsir flóttanum eftir vegin-
um til Napolí og segir hann veginn
hafa verið yfirfullan af fólki, sem
ruddist hvert um annað.
„Enda þótt vagnar okkar ættu að
heita á sléttri grund, köstuðust þeir
til sitt á hvað. Fyrir aftan okkur
gnæfði kolsvartur mökkur við him-
in og í honum neðst sáust eldtung-
ur eins og slöngur og glamparnir
voru stærri en af eldingum.
Þessar hræðilegu fréttir voru
sendar til Róm með merkjasend-
ingum milli merkjaturna. Allt
svæðið umhverfis Napolí var lýst
hættusvæði. Titus keisari skipu-
lagði hjálparsveitir og heimsótti
sjálfur hörmungarsvæðið. Það má
gera sér í hugarlund, hversu stór-
kostlegar þessar hörmungar hafa
verið í augum samtímans, að Sen-
atið ákvað, að þeir, sem eftir lifðu
mættu skipta því á milli sín, sem
útdauðar fjölskyldur hefðu látið
eftir sig. En það fannst bara ekk-
art af neinu tagi.
Þeir, sem flúið höfðu reyndu lít-
ils háttar að grafa í rústunum en
gáfust fljótlega upp við það, þegar
enginn varð árangurinn og fluttu
eitthvað annað til búsetu.
Og árin liðu og það smáfyrntist
yfir örlög þessarar borgar. Það
byrjaði að grænka aftur neðanvert
í hlíðum Vesúvíusar og fólk tók
aftur til að yrkja jörðina þar. Á
fimmtu öldinni féll Róm í hendur
barbörum og á næstu öldum féllu
hinar fornu borgir landsins smám
saman í rúst. Það var ekki fyrri en
á Endurreisnartímanum, að ítalir
uppgötvuðu forna frægð og róm-
verska og gríska arfleifð, tóku
til að lesa forn handrit, að tilvera
hinna horfnu borga varð kunn, en
þó ekki nákvæm staðsetning þeirra.
Og enn svaf Herculaneum í 200
ár. Hin langa nótt var ekki rofin
fyrr en árið 1709 og þá af hreinni
hendingu. Það var í borginni Res-
ina, sem hafði smábyggzt á sama
stað og hin grafna borg lá, að verka-
maður einn, sem var að grafa fyrir
brunni, rakst á eina af efri sæta-
röðunum í leikhúsinu í Herculane-
um. Frekari uppgröftur leiddi til
að það fundust undurfagrar stytt-
ur og austurrískur prins, sem var
liðsforingi í austurríska hernum,
sem hernumið hafði Ítalíu um þess-
ar mundir, lagði svo fyrir, að stytt-
urnar væru grafnar upp, því að
hann hugðist nota þær við hús sitt,
sem hann var að byggja. Prinsinn
gerði sér aldrei grein fyrir, hversu
me-kilegur þessi fundur var.