Úrval - 01.07.1968, Síða 38
36
ÚRVAL
standa undir skipulegum upp-
grei'tri. Það mesta, sem hún segist
geta lagt að mörkum er að koma
lagi á það, sem þegar hefur verið
grafið og halda hinu við, sem gert
hefur verið upp. Auðvitað nægir
ekki aðeins að halda við ævagöml-
um freskomálverkum, sem veðrast,
þegar þau hafa verið grafin úr jörð,
mósaikplötur hrynja og tvö þúsund
ára gamall viðurinn rotnar. Forn-
leifafræðingar harma þetta ástand,
en fá ekki að gert. Þeir kalla sum-
ir þennan stanz á uppgreftrinum á
Herculaneum, einhvern mesta slóða-
skap, sem sögur fari af í þessum
efnum.
Nýjasta áætlun ríkisstjórnarinnar
um uppbyggingu Suður-Ítalíu felur
þó í sér fyrirheit um áframhald-
andi uppgröft. Það stendur tii að
rifa fátækrahverfi í Resina, flvtja
íbúana annað og halda áfram upp-
greftrinum þar.
Þessi uppgröftur á Herculaneum
er rétt að hefjast, en líkast til er
fundur þessarar borgar merkileg-
asti fornleifafundur allra tíma. Það
er því ekki aðeins í þágu Ítalíu, að
þarna þarf að halda áfram upp-
greftri, heldur allra þeirra þjóða,
sem byggja menningu sína á grísk-
rómverskri menningu. Sennilega
bíður hvergi í veröldinni jafngull-
ið tækifæri fornleifafræðinga til að
hverfa aftur í tímann en í þessari
borg í hlíðum Vesúvíusar.
1 kjörbúðinni
1 kerrunn'. minni í kjöi'búðinni var fullt af uppáhaldsmatnum mín-
um. Þar gat að líta reykta siid, nýru, lifur og lax. Á undan mér i röð-
inni við búðarkassann var ung móðir með lítilli dóttur sinni. Litla
teljian virti fyrir sér kerruna mína. Hún rak andlitið upp að riml-
unum og horfði hissa á alit lostætið.
Ég hugsaði með mér, að hún væri sjálfsagt of ung til þess að kunna
að meta þetta lostæti. E’n svo leit hún skyndilega á mig og spurði:
„Hve stór er kisan þín?”
C.C.C.
í kjörbúðinni tók ég eftir ungri konu, sem ýtti á undan sér inn-
kaupakerru fullri af vörum. Það var aðeins ein stúlka að stimpla út,
en á undan konunni var 15 manna biðröð.
„Æ, fjárinn hafi það!“ tautaði hún skyndilega. „Ég læt hann bara
bjóða mér út í kvöldmat." Og að svo mæltu gekk hún tómhent út.
Á eyðublaði, þar sem spurt er um heiibrigðisástand umsækjenda um
starf lijá einu stórfyrirtæki í Bretlandi, getur að líta þessa klausu:
„Hvað litaskyn snertir, þá nægir að geta greint á milli rauðs og
svarts lits.“ Hvers konar fyrirtæki skyldi þetta vera? Banki.
MacLean’s.