Úrval - 01.07.1968, Page 40
38
URVAL
eftir hvorir um sig, meðal annarra
þjóða, hvort vilji væri þar fyrir
hendi að taka þátt í smíði fhugvél-
arinnar. Bandaríkjamenn höfðu á
prjónunum byggingu enn fullkomn-
ari flugvélar. Þjóðverjar höfðu ekki
áhuga, en ítalir, höfðu af of litlu
að miðla, þó að þeir væru áhuga-
samir.
Þar sem í önnur hús var ekki að
venda, hófu James Harper forstjóri
British Aircraft Corporation og Lou-
is Giusta forstjóri Sud Aviation
flugvélaverksmiðjanna, samstarf og
gerðu athUgun á, hvernig bæði lönd-
in gætu á sem hagkvæmastan hátt
nýtt tæknilega hæfileika hvors ann-
ars, rutt úr vegi þarflausri sam-
keppni og tvíverknaði, deilt með sér
kostnaði og markaðsmöguleikum og
byrjað smíði flugvélarinnar.
Bæði löndin áttu að bera sam-
eiginlega kostnaðinn að smíði sex
fyrstu tilraunavélanna. Bretar sam-
þykktu þetta þegar, en Frakkar voru
hins vegar tregir til fyrst í stað. En
er þeir komust að raun um, að að-
eins með því að taka höndum sam-
an við Breta, gætu þeir orðið sam-
keppnisfærir við Bandaríkjamenn,
létu þeir tilleiðast. Og seint á árinu
1962 undirrituðu de Gaulle og Har-
old Macmillan samningin um sam-
Þannig lýtur Concord 001 út.