Úrval - 01.07.1968, Síða 45
CONCORDE
43
Concorde þotan verður töluvert
dýrari í rekstri en þær þotur, sem
nú eru í notkun, og líklegt þykir,
að um það bil fjórðungi dýrara verði
að. ferðast með henni en venjuleg-
um þotum. Þrátt fyrir það er fast-
lega gert ráð fyrir, að hún eigi eftir
að afla álitlegra fjárhæða.
Concorde þota, sem fer tvær á-
ætlunarferðir á dag milli New York,
London, Frankfurt og Parísar, getur
flutt jafnmarga farþega og tvær
stórar þarþegaþotur eins og nú eru
í notkun. Og þó að sætanýtingin
væri ekki nema 60%, myndi flug-
félag, sem ætti 12 Concorde þotur
hagnast um 150 milljónir punda á
12 árum.
Oft lá við, að smíði þotunnar
rynni því næst út í sandinn, vegna
fjárhagslegra eða stjórnmálalegra
örðugleika. Og er ástandið í þeim
efnum lítt betra í dag, Þó að fyrsta
tilraunavélin sé tilbúin, þarf ekki
nema eitt pennastrik í London eða
París til að hindra að fjöldafram-
leiðsla hefjist.
En hvað sem framtílðin ber í
skauti sér, þá verður ekki aftur
snúið. Fyrsta Concorde þotan er til-
búin.. Þessi einstaki árangur hefur
aðeins náðst vegna linnulausrar og
mjög góðrar samvinnu brezka og
franska flugvélaiðnaðarins, þrátt
fyrir margvíslega stjórnmálalega
örðugleika. „Aðeins með því að taka
höndum saman getum við verið
samkeppnisfærir á flugvélamarkað-
aðinum og fullnægt samtímis inn-
anlandsmarkaði 18 Evrópulanda,“
segir Sir Richard Smeeton.
Eins og þér sjáið ...
Þegar ég var að sá coreopsisfræi i fyrravor, tók ég eftir þvi, að
það stóð greinilega aftan á pakkanum, að framleiðendurnir ábyrgðust
fullkominn árangur. No'k.krum vikum síðar skrifaði ég framleiðend-
unum og skýrði þeim frá því, að ég hefði orðið fyrir miklum von-
brigðum, vegna þess að fræið hefði alls ekki komið upp. Ég tók það
jafnframt fram, að zinnia- og asterfræi frá öðrum framleiðendum
hefði verið sáð i garðinn minn sama dag oig þær plöntur hefðu kom-
ið upp og döfnuðu nú vel.
Eftir nokkra daga mðttók ég kurteislegt bréf frá framleiðendun-
um, þar sem þeir gáfu góð ráð um endursáningu. Með því fylgdi
kaupverð fræsins og tveir nýir fræpakkar. Bréfinu lauk með þessum
orðum: „Við álítum, að vandkvæðin hafi verið í því fólgin, að fræið
okkar hafi skammazt sín svo fyrir að láta sjá sig í sama blómabeði
og fræ frá öðrum framleiðendum, að það hafi bara alis ekki viljað
láta sjá framan í sig”.
E.M.R.
Mannætum varð eitt sinn svo að orði, þegar þær sáu trúboða á
reiðhjóli: „Aha, hádegismatur á hjólum”!
Sunday Mirror,