Úrval - 01.07.1968, Page 46
Börnin læra margt í leik
Eftir EDA LESHAU
WMattra ,,Það er barnaleikur að
skilja kjarnorkusprengj-
M&ynJjmX una samanborið við að
skilja barnaleik." Þetta
ÍBUIKKM eru orð dr. Eli Bowers,
sálfræðings við Bandarísku geð-
verndarstofnunina.
Komið með mér í leikskólann,
þar sem ég vinn sem sálfræðilegur
ráðgjafi. Hópar af þriggja og fjög-
urra ára gömlum börnum eru þar
niðursokknir í að leika sér. í einu
horni hefur Robbie hringað sig nið-
ur í brúðurúmið. Hann sýgur þum-
alfingurinn og bablar eins og smá-
barn. Patty læzt vera mamma hans
og segir: „Svona, láttu nú ekki
svona. Ég er að búa út pelann þinn
eins fljótt og ég get. Ef þú grenjar,
verð ég vond við þig!“
Dennis, sem sagðist ætla að vera
pabbinn, virðist nú hafa skipt um
skoðun. Hann skríður nú um á fjór-
um fótum, og þegar hann kemur að
brúðurúminu, segir hann við Robb-
ie: „Vertu ekki hræddur krakki.
Ég er grimmt og hroðalegt ljón, en
ég ætla ekki að meiða þig.“
Við borð þarna nálægt eru þrjú
eða fjögur börn að teikna myndir
af gíturum, trumbum, lúðrum,
tambúrinum og bjöllum. Teikning-
44
Chatholic Digest