Úrval - 01.07.1968, Side 50
48
ÚRVAL
þau, er þau gera sér grein fyrir
öllum þeim ósköpum, sem þau
verða að læra, áður en þau eru
orðin fullorðin. 3- 5 ára börn verða
að horfast í augu við allar þessar
flóknu spurningar. Og það er leik-
urinn, sem er bezta aðferðin til þess
að finna svör við þeim.
Góðir foreldrar og kennarar sjá
hvert barn sem sérstaka persónu.
Þeir láta sig alveg eins miklu skipta
barn, sem ailtaf verður að leika sér
í hóp, og barn, sem leikur sér aldr-
ei með öðrum, barn, sem aldrei
gefur sér lausan tauminn, og barn,
sem er leiksoppur tilfinninga sinna.
Þeir reyna að hvetja sérhvert barn
til þess að vera það sjálft, reyna
að hjálpa því til þess að vera það
sjálft, reyna að hjálpa því til þess
að þess eigið líf öðlist sína sérstöku
þýðingu fyrir það sjálft, reyna að
láta sér geðjast að þeirri persónu,
sem þetta barn er.
Góöur vegvísir.
Ég var að reyna að finna skrifstofu fasteignasala í hverfi, sem ég
var alveg ókunnugur i, og spurði gamla konu til vegar, þar sem hún
var að reyta garðinn sinn. Hún veifaði mér á rétta leið, en svo bætti
hún því við, að göturnar væru ósköp ruglingslegar þarna og því mjög
auðvelt að villast. „Ef þér farið hérna fram hjá aftur”, sagð-' hún
að lokum, „vitið þér þar með, að þér hafið gengið í hring og hafið
þannig villzt”.
Ég fann skrifstofuna fyrirhafnarlaust, eftir að hafa fengið leiðbein-
ingar gömlu konunnar. Þrem dögum seinna fór ég þangað aftur til
þess að skrifa undir plögg, og þá fór ég fram hjá sömu gömlu kon-
unni, sem var að reyta illgresi í sama garðinum. Hún flýtti sér til
mín, baðandi út höndunum og hrópaði: „Þér hafið villzt”!
fíóö þjónusta.
Þegar viðskiptavinur í stórverzluninni PUB í Stokkhólmi þarf að
kvarta yfir einhverju, gefst honum ágætt tækifæri til þess að segja
ærlega meiningu sína án þess að flýta sér um of. 1 verzluninni er
„viðskiptamannahorn”, þar sem eru símar, sem eru í sambandi við
segulbandstæki. Viðskiptavinurinn kveinar og kvartar, malar og
skammast í símann að hjartans lyst. Seinna fær hann skriflega skýr-
ingu i pósti eða jafnvel afsökunarbeiðni.
E'xec-u-scope.
Feit kona segir við vinkonu sína á veitingahúsi: „Ég óska þess
stundum, að mamma hefði fremur varað mig við rjómais en karl-
mönnum”.
T.L.