Úrval - 01.07.1968, Síða 57
FISKIERNIRNIR SNÚA HEIM
55
og lætur það 677 ekrur vera óskert-
ar, svo að fuglarnir verði ekki fyrir
ónæði. Til frekara öryggis hefur svo
neðri hluti trjástofnsins verið vaf-
inn með gaddavír.
í fyrrasumar heimsótti ég Spey-
dalinn, rétt áður en fiskiarnarhjón-
in unguðu út þrem ungum. Maður
sá, sem var þá á verði í kofanum,
var Jimmy Richardson, fyrrverandi
skozkur olíulindaeigandi. Þetta var
fjórða árið hans sem sjálfboðaliði
í Speydalnum. Inni í kofanum var
klunnalegt rúm, olíuofn, og lítil gas-
eldavél til þess að hita kaffi á. Á
vegg hékk kylfa. Á veggnum and-
spænis hékk skinnkápa úr bjór-
skinni, en hana hafði aðalskonan
Elizabeth Elphinstone gefið félag-
inu til þess að auðvelda vörðunum
að halda á sér hita. Við tréð var
festur magnari, og eftir að dimma
tók, var hann settur í samband. Og
í honum heyrðist hinn minnsti há-
vaði. Það heyrðist þrumandi hávaði,
í hvert skipti sem kvenfuglinn hag-
ræddi sér á eggjunum og skipti um
stöðu.
UMÖNNUN FORELDRANNA
Richardson leyfði mér að skoða
þetta risavaxna hreiður í sjónauka,
sem beint var að hreiðrinu í fastri
stöðu. í sjónaukanum var aðeins
hægt að sjá höfuð kvenfuglsins.
Það mátti sjá fjaðrirnar efst á
höfði hans bærast til í golunni.
Karlfuglinn sat á uppáhaldsstað
sínum, greininni á dauðu tré þar
nálægt, og fylgdist vel með öllu.
Meðan ég' fylgdist með þeim í sjón-
aukanum, nálgaðist músafálki. Karl-
fuglinn- þandi út vængjina, hóf sig
til flugs og rak músafálkann burt.
Þegar hann sneri til baka, var hann
með svolítinn trjábörk í gogginum.
Hann flaug með hann í hreiðrið, en
maki hans teygði fram hausinn og
skimaði í allar áttir. Svo tók karl-
fuglinn við starfi hennar. Hann
lagðist á egginn, meðan hún flaug
á sinn hvíldarstað, sem var annað
dautt tré í rúmlega 200 metra fjar-
lægð, Þar settist hún og snurfusaði
sig hátt og lágt í heila klukkustund.
Varðmaðurinn fylgdist nákvæm-
lega með ferðum fuglanna og skráði
allt þeirra atferli og ferðir í dag-
bók. Þegar maður rennir augunum
yfir síður hennar, er sem verið sé
að lesa dagbók orrustuflugmanna úr
síðari heimsstyrjöldinni:
„09.23: Karlfuglinn hnitar hringa,
reynir að setjast í hreiðrið, er rek-
inn burt af kvenfuglinum. Flýgur
í N. og tekur að hrekja þar burt
kráku. Viðureignin færist í A. og
heldur áfram A. við hreiðrið í heila
mínútu. Loks fljúga þau bæði úr
augsýn.“
„10.50: Kvenfuglinn byrjar að
kalla frá hreiðrinu."
„10.55: Karlfuglinn flýgur inn yf-
ir skóginn úr NA., með fisk í gogg-
inum, sem hann kemur með í
hreiðrið.“
Þessi athyglisverða tilraun Kon-
unglega fuglaverndunarfélagsins
ætlar að gefast mjög vel. Nú hafa
fuglarnir fengið að unga þarna út
eggjum óáreittir í níu ár samfleytt,
og þessi arnarhjón hafa þegar ung-
að út 16 ungum. Og í fyrrasumar
eignuðust ný arnarhjón 2 unga ann-
ars staðar í Skotlandi. Félagið held-
ur því leyndu, hvar sá staður er.