Úrval - 01.07.1968, Síða 63
SKIP BYGGÐ MEÐ LEIFTURHRAÐA ...
61
allt að því smámunasemi, hvað
snerti hvert cinasta smáatriði. Leit-
að var til sérfræ'ðinga, hvað snerti
upphitun, loftræstingu, hljóðein-
angrun lofta, málun og jafnvel að-
ferðir til þess að draga úr hálkunni
á gólfunum. Allar áætlanir miðuðu
að því, að útiloka alla þungavinnu
unna með handafli. Starfsmennirn-
ir í Arendal áttu aðeins að þurfa
að ýta á hnapp eða handfang, og
um leið áttu þeir að hafa umráð yf-
ir næstum takmarkalausum hest-
aflafjölda, er koma skyldi í stað
vöðvaorku þeirra.
Það, sem einkenndi hina nýju
skipasmíðastöð í Arendal framar
öllu öðru, var alveg nýtt
snið á öllum samskiptum hinna
óbreyttu starfsmanna og yfirmann-
anna. Stjórn Götaverken gerði sér
far um að útskýra hið nýja fram-
leiðslukerfi mjög ýtarlega fyrir for-
vígismönnum og roeðlimum verka-
lýðsfélaganna. Hún sýndi þeim fram
á það á óyggjandi hátt, að vinna
þeirra yrði auðveldari, ánægjulegri,
heilsusamlegri og jafnframt ábata-
Smíðin hefst meö skut
og hver hluti síöan soð-
inn viö.
vænlegri heldur en nokkru sinni
fyrr. En notkun þessara nýju fram-
Jeiðsluaðferða krafðist róttælcrar
endurþjálfunar starfsmannanna. —
Stjórnin spurði forvígismenn verka-
lýðsfélaganna, hvort þeir gætu lagt
til kennara, ef stjórnin borgaði
kostnaðinn af kennslunni.
Þeir urðu tafarlaust við þeirri
bón og völdu tugi manna, sem fara
skyldu á 6 vikna námskeið. Um
þetta atriði farast Svensson svo orð:
„Við settumst allir á sama sltóla-
bekkinn og lærðum um þetta kerfi
í sameiningu.“
Svo var komið að hinni raunveru-
legu prófraun strax eftir opnunar-
daginn, 25. maí árið 1963, þegar
vinna hófst við byggingu raunveru-
legs skips í nýju stöðinni. Þar var
um að ræða vöruflutningaskipið
Laponia, er verða skyldi 36.400 tonn
að stærð og flytja átti þungavöru.
í venjulegri stöð yrði unnt að smíða
slíkt skip á 150—160 vinnudögum.
En Laponia var fullgert á 119 dög'-
um í nýju stöðinni. Smám saman
sigruðust menn á ýmsum byrjunar-