Úrval - 01.07.1968, Page 66
Síðan 1944 hefur hann leikið í 24 lcikntum og 3Í
kvikmynd og þannig sýnt fjölhæfni sína í að glœða
ólíklegustu hlutverk lífi.
Alec Guinness
ógleymanlegur maður
Eftir BETH DAY
Guinness í fjórwm ólikum hlutverlcum..
husM MS Sex sinnum slengdi
þrekni lögregluþjónninn
EkiSkvar grannvöxnum andstæð-
jryapA ingi sínum upp að stein-
veggnum, og sex sinn-
um brölti fórnardýrið fölt og skjálf-
andi á fætur aftur.
„Mér finnst, að ég hafi ekki ennþá
náð þessu nægilega vel. Reynum
einu sinni enn,“ sagði Sir Alec Guin-
ness, sem alls ekki hafði viljað setja
dýnu við vegginn til að draga úr
höggunum. „Ég get ekki sagt, að ég
hafi verið beint sérstaklega hrifinn
af því að þurfa að endurtaka þenn-
an leik svona oft,“ sagði hann síðar,
,,en ég vildi, að atburðurinn liti út
eins og hann hefði gerzt í raun og
veru.“
Guinness var að vinna að upptöku
síðustu myndar sinnar, „The Com-
edians“, sem frumsýnd var í janúar
s.l. Ekki er hægt að segja að þessi
atburður, sem þarna var verið að
mynda, væri eitt af meginatriðum
kvikmyndarinnar. Og Guinness var
sennilega eini aðalleikarinn sem
lagði á sig slíkt erfiði til að ná ná-
kvæmlega þeirri túlkun, er hann
hafði hugsað sér. Og meðleikarar
hans, þau Elísabet Taylor og Richard
Burton, fylgdust undrandi með,
hvernig hann reyndi af fyllstu sam-
vizkusemi að fullkomna leik sinn.
Þetta atvik sýnir glögglega af hve
mikilli alúð og nákvæmni Guiness
býr sig undir hlutverk sín, og það
er ekki sízt þessari vandvirkni að
þakka, að hann er nú einn af
fremstu leikurum, sem uppi eru.
Hann er 53 ára gamall.
Löngu áður en hann tók að leika
í kvikmyndum, var hann orðinn
frægur fyrir túlkun sína í leikritum
Shakespeares. Guinness er mjög ein-
stæður maður og óvenju fjölhæfur
leikari og leikur jöfnum höndum
dramatísk hlutverk, skapgerðar
hlutverk og gamanhlutverk. Síðan
1944 hefur hann leikið í 24 leikritum
og 31 kvikmynd og þannig sýnt
fjölhæfni sína í að glæða ólíkleg-
ustu hlutverk lífi.
Þeir, sem sækja kvikmyndahús,
minnast Guinness áreiðanlega í hlut-
verki gamla sjóarans, sem átti eig-
inkonu í hverri höfn, í kvikmynd-
inni „The Captains Paradise". Þá
var leikur hans ekki síður ógleym-
anlegur í myndinni „Kind Hearts
og Coronets,“ þar sem hann lék átta
mismunandi hlutverk, En þessi
mynd fór sigurför um öll Banda-
ríkin. Og ekki sízt er hann ógleym-
anlegur sem Nicholson ofursti í
kvikmyndinni „Brúin yfir Kwai-
fljótið“.
Þó afþakkaði hann þrisvar sinn-
um að taka að sér hlutverkið, sem
líklega er samt eitt af hans allra
beztu hlutverkum. Hann segir: „Ég
64
Readers Digest
65